Dvöl - 01.01.1944, Síða 48

Dvöl - 01.01.1944, Síða 48
42 D VÖL sýnileg. Þeir urðu að láta sér lynda að taka stefnuna eftir litla og ó- nákvæma áttavitanum, sem var á sleðanum. En slíkur áttaviti er ekki líklegur til þess að geta leitt nokk- urn mann að lítilli birgðastöð, sem leynist einhvers staðar í þessu brimhvíta jökulhafi í fjórtán mílna fjarlægð. Vegna þokunnar var heldur ekki hægt að vanda veginn og forðast torfærur, og nálarnar í þokunni urðu þéttari og sárbeitt- ari, og stöðugt varð erfiðara að sjá fótum sínum forráð. Brátt sá Evans, að þeir stefndu í ógöngur. Sér til mikillar skelfing- ar varð hann þess áskynja, að yfir- borð jökulsins varð sífellt ójafnara og úfnara. Djúpar sprungur urðu á vegi þeirra og hvert sem litið var blasti aðeins við úfið íshraun- ið. Að draga fjögur hundruð punda þungan sleða þarna var enginn barnaleikur. Hver einasti metri kostaði meiri átök og erfiði en fært var venjulegum mönnum. En þess- ir þrír hörðnuðu pólfarar voru ofurmennskir í þessari raun. Ekki var um að ræða að snúa við og leita fyrir sér um betri leið, því að enginn gat sagt um, hvort henn- ar skyldi leita til hægri eða vinstri. Þeir streittust því áfram og settu alla von sína á það, að sólin mundi brátt eyða þessu mistri og gera þeim fært að finna leið út úr þess- um ógöngum. Móða og ísing sett- ust á snjóbirtugleraugun, og þeir urðu að taka þau af sér til þess að sjá handaskil. Útlitið var ekki glæsilegt. En þessir þrír menn höfðu óbilandi hugrekki, og þetta mótlæti náði ekki að buga þá. Um hádegið virtist þokuna taka að létta örlítið, og þar sem þeir voru þá orðnir mjög örmagna, áleit Ev- ans réttast, að þeir hinkruðu við og fengju sér bita, meðan þeir biðu eftir að þokunni létti alveg. Eftir nokkra leit fundu þeir sléttan blett til þess að reisa tjald sitt á og tóku að hita sér te. Eftir klukkutíma var þokan að mestu eydd, og þeir sáu framund- an tinda hárra fjalla, sem fá mannleg augu höfðu áður litið. Þeir tóku nú tjaldið upp og héldu af stað, hresstir af teinu og örv- aðir af batnandi veðri. Evans datt í hug að snúa við og finna stefn- una á ný, en sá brátt, að það var hið mesta óráð. Þeir urðu um fram allt að ná sem fyrst fram til forða- búrsins og afla sér fæðis, og í öðru lagi voru þeir allt of aðframkomnir til þess að draga hinn þunga sleða sömu leið til baka yfir ís- klungrið, því að sú leið var allmik- ið á fótinn. Klukkustundum sam- an streittust þeir áfram. Stundum komu þeir að svo breiðum jökul- sprungum, að þei r urðu að brúa þær með sleða og skíðum. Fyrir kom þó, að þeir fundu ísbrú yfir slíka sprungu, en þurftu þá oft að fara langan krók. En geislar sólarinnar tóku nú að dofna mjög á nýjan leik, út- sýnið þvarr og vonleysið settist um þá. Umhverfis þá á alla vegu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.