Dvöl - 01.01.1944, Side 49

Dvöl - 01.01.1944, Side 49
D VÖL 43 lá þessi úfna frannbreiða eins og net, sem þeir sátu fastir í. Þeir vissu nú, að þeir höfðu villzt inn í íshraunið mikla, sem er á miðjum Beardmorejökli. Ennþá streittust þeir áfram, seigla þeirra var óbil- andi, en kraftarnir voru á þrot- um. Hvað eftir annað urðu þeir að lyfta sleðanum — fjögur hundr- uð punda þungum — yfir hvassa íshryggi. Ófærðin virtist stöðugt versna og sprungurnar urðu breið- ari og dýpri. Þ'eir urðu þrásinnis að leita langan veg, ýmist til hægri eða vinstri, til þess að finna færa leið yfir þær. Klukkan átta um kvöldið voru þeir staddir á hrygg eða bungu milli tveggja langra og breiðra sprungna. Þeir voru komnir yfir aðra og leituðu að brú yfir hina. Að lokum komu þeir að örmjórri spöng. Ekki var aðra brú að finna í námunda, og þeir voru að þrot- um komnir, svo að ekki var um annað að ræða, en að leita þar yfir sprunguna, þótt sýnt væri, að það yrði hin mesta hættuför. Þeir stönzuðu snöggvast og köstuðu mæðinni. Síðan settu þeir sleðann ofan á spöngina, sem var lægri en sprungubarmurinn. Spöngin var svo mjó, að Lashly, sem fór fyrstur yfir, þorði ekki að ganga upprétt- ur, eða líta niður í svart tómið. Hann settist klofvega á spöngina og þokaði sér áfram, og til ör- yggis hafði hann um sig fjall- göngukaðal. Að lokum komst hann þó yfir að hinni brúninni og kleif upp á hana. Næst var að draga sleð- ann yfir. Það var gert á þann hátt, að Lashly togaði varlega í hann, en hinir héngu sinn í hvorri hlið hans og reyndu að halda þannig jafnvægi hans. Þeir sögðu allir síð- ar, að þessi stund hefði verið hin ofvænisfyllsta í lífi þeirra. Á hverju augnabliki bjuggust þeir við, að sleðinn missti jafnvægið og steyptist í djúpið og drægi þá með sér í tortíminguna. Með ýtrustu varkárni þokaðist sleðinn þumlung eftir þumlung eft- ir rimanum, og að lokum nam hann við brúnina, og Lashly greip í hann og hélt honum við, meðan Evans og Crean mjökuðu sér fram með sleðanum og fikruðu sig upp á brúnina. Svo tóku þeir allir rösk- lega í taugarnar og kipptu sleð- anum upp til sín. Eins og áður hef- ur verið sagt, vóg sleðinn fjögur hunduð pund, og það reyndi á ýtrustu krafta þessara örþreyttu manna að draga hann upp. Án nokkurrar tafar brugðu þeir svo akólunum um axlirnar og þrömmuðu af stað. Útlitið var skuggalegt. Matur þeirra var nær til þurrðar genginn. Þeir voru ör- magna af þreytu og störðu blóðr hlaupnum augum út í mistrið í von um að sjá þar bjarma af sólar- geisla, sem brotnaði í þokunni. Eng- in leið virtist út úr þessum ógöng- um. Það var óðs manns æði að ætla sér að tosa sleðanum gegnum þetta klungur, og jafn ómögulegt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.