Dvöl - 01.01.1944, Page 50

Dvöl - 01.01.1944, Page 50
DVÖI 44 var að skilja hann eftir, því að á farangrinum, sem á honum var, var lífsvon þeirra byggð. Evans var það ljóst, að ef þeir áttu að bjargast, varð að grípa til örþrifaráða. Hann ákvað að nema staðar. Hinir skildu líka ástæðurn- ar til fulls. Kverkar þeirra voru svo þurrar, að þeir gátu ekki mælt orð frá vörum. Hin veika von hafði gert þeim fært að leggja á sig þetta ofurmannlega erfiði, en nú, er hún virtist þrotin, voru þeir aflstola menn. Þolgæði, seigla og kraftur þeirra, hert og eflt af þús- und þrautum pólferðanna, virt- ist með öllu þorrið. Einhvers stað- ar í námunda var forðabúrið, sem fól líf þeirra, en enginn þeirra vissi þó, hvert þess skyldi leita. Þeir létu fallast niður á sleðann. Þannig leið stund. Þá stóð Evans á fætur, smeygði af sér akólinni og sagði: „Ég fer að leita að færri leið. Við getum ekki haldið svona áfram“. í fyrstu reyndu félagar hans að fá hann til að hætta við það. Það var of hættulegt að skilja hópinn, sögðu þeir, og hann gat hrapað i hulda gjá, ef hann gekk um taug- arlaus. En hann benti þeim á, að það væri ennþá meiri hætta að halda áfram þessari vonlausu strit- ferð. Þeir yrðu að minnsta kosti að finna einhvers staðar sléttan blett undir tjaldið, svo að þeir gætu hvílzt um stund og safnað kröft- um til nýrrar sóknar og leitar að vistabúrinu. Nóttin fór í hönd, og þeir voru sannarlega ekki færir um næturferð í þessu færi. Eftir að hafa ráfað fram og aft- ur nokkra stund, kom Evans að all- mikilli hvos í jöklinum. Hann gekk ofan í hana og þvert yfir hana. En er hann kom upp á hrygginn hand- an hennar, sneri hann sér við og rýndi í áttina til sleðans. Þá sá hann tvo menn, sem stóðu uppi á íshól og bar við blýgráan himininn. Það voru félagar hans, sem reyndu á þennan hátt að gefa för hans. öryggi, þótt þeir væru að niður- lotum komnir eftir þennan hræði- lega dag. Hann hélt nú áfram yfir hrygginn og ofan í næstu dæld, en þar nam hann staðar, því að at- hygli hans var vakin á því, að þar var ísinn sprungulaus. Botn lægð- arinnar var af sléttum, bláum ísi. í einni svipan skaut endurminningu upp í huga hans frá því, er hann var á suðurleið. Hann kannaðist við þessar dældir og ísöldur. Ef honum skjátlaðist ekki, voru þeir staddir í jaðri jökulhraunsins, og hlutu að ná til forðabúrsins áður en þróttur þeirra væri úti. Nokkr- ar mínútur horfði hann yfir um- hverfið og reyndi að endurþekkja kennileiti og skerpa minni sitt. Svo féll hann á hné og gerði þá bæn, að svo mætti reynast, að hann hefði nú fundið leiðina til bjarg- ræðis. Svo reis hann á fætur og skund- aði upp hallið. Af háhryggnum sá hann margar reglulegar ísöldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.