Dvöl - 01.01.1944, Síða 53

Dvöl - 01.01.1944, Síða 53
dvöl 47 Óþægindin byrjuðu með stirðn- un í hnjáliðunum. Honum varð ó- gerlegt að rétta úr fótunum. Síðan tóku þeir að sárna og bólgna og urðu blágrænir. Honum fór dagversnandi. Góm- ur hans varð sár og rauður og tenn- urnar losnuöu. Svo tók að blæða. Hann varð máttlaus og síþreyttur, og auðséð var, að ekkert gat bjarg- að honum nema hvíld, góð og ný fæða og læknishjálp. Lashly og Grean voru óþreytandi í umönnun sinni fyrir hinum sjúka félaga og yfirmanni. En erfiðleik- arnir virtust óyfirstíganlegir, og ó- neitanlega dofnaði með hverjum öeginum, sem leið, von þeirra um það, að þeir gætu látið honum í té þá hjúkrun, sem til bata þurfti, og þeir sannfærðust brátt um, að annarra ráða varð að leita. Þeir urðu með einhverjum ráðum að koma Evans til aðalstöðvarinnar, Þar sem læknishjálp og nýja fæðu var að fá. Sá hetjuskapur, sem Evans sýndi þessa veikindadaga, er sannarlega annálsverður. Hann gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, maður sá. Þjáningar hans jukust stöðugt, og Lvert nýtt spor var sársaukafyllra en hið næsta á undan. Þannig dróst hann áfram hundrað mílna leið. Hann hafði lagt of mikið að sér á hinni löngu leið, neytt ýtrustu krafta við hinn þunga sleða og við uð koma fyrir forðabúrunum. Hann hafði stigið yfir takmörk mann- legrar getu, og þess galt hann nú grimmilega. Brátt var svo af honum dregið, að hann gat aðeins staulazt áfram með hjálp skíðastafsins. Þannig reyndi hann að fylgja félögum sín- um um hríð, en þar kom, að hann hné niður og gat ekki risið upp aft- ur. Þá var ekki haldið lengra þann daginn og slegið tjaldi, og hinn sjúki maður borinn inn og um hann búið svo vel sem kostur var á. Síð- an var setzt á ráðstefnu. Það var ljóst, að Evans gat ekki komizt lengra af sjálfsdáðum. Hann bað félaga sína að skilja sig eftir og reyna að bjarga sjálfum sér, svo sem auðið yrði, en þeir svöruðu honum ekki. Þeir voru göfugir fé- lagar, og það ráð hvarflaði ekki einu sinni að þeim. Næsta morgun bjuggu þeir um Evans á sleðanum, svo vel sem hægt var með svefnpokum sínum og öðrum mjúkum hlutum. Svo lögðust þeir í aktaugarnar og héldu áfram norður á bóginn til lífsins. Ég veit ekki, hvort hægt er að gera sér fyllilega í hugarlund, erf- iðleikana sem nú fóru, í hönd. Næstu daga hélzt þó sæmilegt veð- ur, og hver dagleið varð tíu mílur. En dag nokkurn skall á stórhríð, sem eyðilagði gersamlega sleðafær- ið á jöklinum. Þeir voru nú teknir að nálgast leiöarlok þesarar fimmtán hundr- uð mílna farar, en þá virtust loks öll sund lokast. Kraftar þeirra voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.