Dvöl - 01.01.1944, Page 69

Dvöl - 01.01.1944, Page 69
t>VÖL 63 gammar sveimuöu lágt yfir hallinu og skuggarnir liðu hratt og mjúk- lega á undan þeim. Jói þóttist vita að einhver skepna hefði drepizt í grenndinni. Kannske var það kýr, kannske taara rotturæfill. Gömm- unum sást aldrei yfir neitt. Jói hataði þá eins og allir almennilegir menn, en það mátti ekki drepa þá, þvi þeir eyddu hræjum. Eftir stundarkorn rölti drengurinn aftur niður brekkuna. Hundarnir höfðu löngu gefið hann á bátinn og voru horfnir sinna erinda inn í brúskana. Hann gekk gegnum matjurtagarðinn og stanzaði snöggvast til að kremja græna melónu undir hælnum, en hann sá strax eftir því. Hann vissi vel að það var ljótt. Hann sparkaði mold yfir melónuna til að fela hana. Þegar hann kom í bæinn beygði móðir hans sig yfir hrjúfar hendur hans og grannskoðaði fingur og neglur. Það var til lítils að senda hann hreinan af stað í skólann, því sitthvað gat borið við á leiðinni. Hún andvarpaði yfir svörtum sprungunum í fingur hans, gaf honum svo að borða, fékk honum bækurnar hans og kom honum af stað. Hún tók eftir að munnurinn á honum gekk heilmikið í þetta sinn. Jói fyllti vasa sína af hvítum kvarzsteinum, sem lágu á veginum, og svo skaut hann og skaut á fugla og kanínur, sem allt of lengi höfðu sleikt sólskinið á vegbrúninni. Á krossgötunum handan við brúna mætti hann tveim vinum sínum, og þeir urðu samferða í skólann, stikuðu stór- um og létu heldur kjánalega. Skólinn hafði byrjað fyrir hálfum mán- uði, og það var enn uppreisnarhugur i krökkunum. Klukkan var orðin fjögur þegar Jói kom yfir hæðina og sá aftur heim á bæinn. Hann hugði að reiðhestunum, en réttin var tóm. Faðir hans var ekki enn kominn heim. Hann sneri sér þá að kvöldverkunum ttieð hálfgerðu semsi. Heima við bæinn sat móðir hans í skyggninu og var að staga í plögg. „Það eru tvær soðkökur inni í eldhúsi,“ sagði hún. Jói kóklaðist inn °g kom út aftur með hálfétna soðköku og fullan munninn. Móðir hans sPurði hvað hann hefði nú lært í skólanum, en þó hlustaði hún ekki eftir þvoglumæltu svari hans. „Jói,“ greip hún fram í, „reyndu nú að fylla eldiviðarkassann almennilega. í gærkvöldi hrúgaðirðu viðnum í hann, og svo var hann ekki meir en hálfur þegar til kom. Þú átt að raða bálkunum. Og Jói, hænurnar eru farnar að fela egg, ellegar þá að hund- arnir éta þau, Farðu nú út á tún, og vittu hvort þú finnur ekki hreiður.“ Jói labbaði burt étandi til að sinna þessu. Hann sá lynghænurnar ^orna til að éta með hænsnunum, þegar hann dreifði korninu. Af ein- hverjum ástæðum var faðir hans drjúgur yfir að þær skyldu koma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.