Dvöl - 01.01.1944, Side 71

Dvöl - 01.01.1944, Side 71
dvöl 65 Hann fór inn í toorðstofu og settist við langa, hvíta borðið. Hann tók rjúkandi pönnuköku af fatinu, lagði tvö steikt egg ofan á hana, aðra pönnuköku þar á ofan og stappaði svo allt saman með gafflinum. Paðir hans og Billi Búkk komu nú inn. Jói heyrði á skóhljóðinu að þeir voru báðir á lághælaskóm, en hann gægðist undir borðið til að vera viss. Faðir hans slökkti á lampanum, því nú var kominn dagur, og hann var alvarlegur og stranglegur, en Billi Búkk leit alls ekki á Jóa. 'Hann forðaðist feimnisleg, spyrjandi augu drengsins og dýfði sneið af ristuðu brauði ofan í kaffið sitt. „Komdu svo með okkur, þegar við erum búnir að borða!“ sagði Karl stuttaralega. Þá fór Jóa að ganga illa að koma niður matnum, því honum fannst eins og það lægi einhver slæmur fyrirboði í loftinu. Þegar Billi hafði sopið dreggjarnar úr undirskálinni og þurrkað af höndunum í buxna- skálmirnar, stóðu piltarnir upp frá borðinu og gengu út í dagsljósið, °g Jói kom auðmjúkur í humáttina á eftir þeim. Hann reyndi að stilla hug sinn og forðast að geta sér þess til, hvað í vændum væri. Móðir hans kallaði á eftir þeim: „Karl, láttu þetta nú ekki tefja hann írá skólanum." Þeir gengu fram hjá sýprustrénu, þar sem bjálki var lagður upp í greinarkverk til aö hengja grísina á, þegar verið var að gera þá til, og fram hjá stóra járnpottinum, svo þá gat ekki staðið til að drepa grís. Sólin ljómaði yfir hæðinni og varpaði löngum, dökkum skuggum af trjánum og húsunum. Þeir gengu þvert yfir nýsleginn akurblett til að stytta sér leið ofan að hesthúsinu. Faðir hans afhespaði hurðina og Þeir stigu inn fyrir. Þeir höfðu gengið undir sól á leiðinni ofan eftir, °g húsið var því koldimmt, en hlýtt og notalegt af heyinu og skepnun- úm. Paðir hans þokaði sér yfir að einum básnum. „Komdu hérna,“ sagði hann. Jóa var nú farið að birta fyrir augum. Hann leit upp í bás- iún, en hörfaði strax til baka. Rauður foli horfði á hann út úr básnum. Reist eyrun vísuðu fram, °g það var villtur glampi í augunum. Hárið var gróft og þétt og faxið sítt og flókið. Jói fékk kökk í hálsinn og honum varð þungt um and- únn. »Það þarf að kemba hann vel,“ sagði faðir hans, „og ef ég kemst Því að þú gleymir að gefa honum eða lætur vera blautt undir hon- úm, þá sel ég hann með sama.“ Jöi þoldi nú ekki að líta í augun á folanum. Hann horfði í gaupnir sér og spurði feimnislega: „Á ég hann?“ Ekkert svar. Hann rétti til hans hendina, og folinn kom með gráan flipann á móti og sterklegar tenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.