Dvöl - 01.01.1944, Page 73

Dvöl - 01.01.1944, Page 73
D VÖL 67 Sex drengir komu yfir hæðina um kvöldið, hálftíma fyrr en vant var, álútir, á harða hlaupum, og sveifluðu handleggjunum móðir og más- andi. Þeir þutu fram hjá bænum og stytztu leið yfir akurinn niður í hesthús. Og svo stóðu þeir hreyknir frammi fyrir hestinum og litu á Jóa augum sem ljómuðu af nýrri aðdáun og virðingu. Fram að þessum degi hafði Jói verið strákur í vinnugalla og blárri skyrtu — hæglátari en flestir aðrir, jafnvel ekki grunlaust um að hann væri hálfgerð rola. En nú var hann orðinn öðruvísi. Nú kom fram þúsund alda gömul að- dáun göngumannsins á riddaranum. Þeir fundu það að maður á hesti er andlega og líkamlega stærri en maður á fæti. Þeir fundu að Jói hafði á undursamlegan hátt hafizt yfir þá. Gabílan stakk höfðinu út úr básn- um og þefaði af þeim. „Af hverju ríðurðu ekki á honum?“ hrópuðu strákarnir. „Af hverju fléttarðu ekki borða í taglið á honum eins og á markaði?“ „Hvenær setlarðu að riða á honum?“ Jóa hafði vaxið kjarkur. Hann fann einnig til yfirburða riddarans. „Hann er of ungur ennþá. Það er ekki hægt að ríða á honum ýyrr en eftir langan tíma. Ég ætla sjálfur að temja hann við langa múlinn. Billi Búkk ætlar að kenna mér það.“ „En getum við þá ekki teymt hann svolítið hérna í kringum húsið?“ „Hann er ekki einu sinni bandvanur,“ sagði Jói. Hann vildi vera einn Þegar hann færi með hestinn út í fyrsta sinn. „Komið að skoða hnakk- inn.“ heir voru orðlausir yfir rauða færiskinnshnakknum og gátu engar athugasemdir gert við hann. „Hann er ekki til neins í brúskana," sagði Jói. „En hann fer vel á honum, það er ég viss um. Kannske ríð ég ber- kakt þegar ég þarf inn í brúskana.“ „Hvernig ætlarðu að teyma kú án þess að hafa söðulhorn?" „Ég fæ kannske annan hversdagshnakk. Ég get alltaf þurft að hjálpa Pabba við kýrnar.“ Hann leyfði þeim að fára höndum um hnakkinn °g sýndi þeim beizlið með látúnskeðjunni og stóru látúnshnöppunum Þar sem brúnabandið var fest á höfuðleðrið. Þetta var allt jafn dá- samlegt. Eftir stundarkorn urðu þeir að fara heim, og allir leituðu í huganum meðal gullanna sinna að einhverjum hlut, sem væri Þess verður að gefa hann að launum fyrir eina reið á hestinum hans Jóa. Jói var feginn þegar þeir voru farnir. Hann tók bursta og hrossa- ^amb ofan af vegg, tók grindina frá básnum og steig gætilega inn fyrir. AuSu folans leiftruðu og hann sneri sér við og bjóst til að slá. En Jói ^iappaði honum á herðakambinn og kembdi reistan, hringaðan makk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.