Dvöl - 01.01.1944, Side 78

Dvöl - 01.01.1944, Side 78
72 D VOL folaldsfætur. Faxið var að síkka og dökkna. Feldurinn var orðinn mjúk- ur og skínandi eins og rautt gljálakk af hinum stöðugu kembingum og stroki. Jói bar feiti á hófana og tálgaði þá reglulega svo að þeir skyldu ekki springa. Hárbandið var næstum fullbúið. Faðir Jóa gaf honum gamla spora og beygöi þá og lagaði til unz þeir voru mátulegir. Og einn daginn sagði hann: „Folinn vex fljótar en ég bjóst við. Ég hugsa að þú getir farið að ríða á honum á Þfikkardaginn. Heldurðu að þú lafir nú á honum?“ „Ég veit ekki,“ sagði Jói feiminn. Það voru ekki nema þrjár vikur fram að Þakkardeginum. Hann vonaði að það kæmi ekki rigning, því hún mundi skemma rauða hnakkinn. Gabílan þekkti Jóa nú orðið og þótti vænt um hann. Hann hneggj- aði þegar hann sá Jóa koma yfir akurinn, og úti í haganum kom hann hlaupandi þegar húsbóndi hans blístraði á hann. Hann fékk eina gulrót í hvert sinn. Billi Búkk las Jóa forsagnir reiðfiminnar aftur og aftur. „Nú þegar þú ert kominn á bak, þá áttu að þrýsta hnjánum fast að síðunum og ekki halda þér í hnakknefið, og þó hann setji þig af sér, þá skaltu ekki setja það fyrir þig. Það er alveg sama hvað góður reiðmaður það er, alltaf er einhver hestur sem getur komið honum af sér. Þú ferð bara undir eins á bak aftur áður en hann verður maskinn með sig. Hann hættir fljótlega að setja þig af sér og hann hættir fljótlega að geta það. Þannig fer maður að því.“ „Ég vona að hann rigni ekki áður,“ sagði Jói. „Því þá það? Viltu ekki láta setja þig í forina?“ Það var nú ein ástæðan, og svo var hann líka hræddur um að í lát- unum kynni Gabílan að renna og detta ofan á hann og fótbrjóta hann eða lærbrjóta. Hann hafði séð það koma fyrir menn, hafði séð hvernig þeir engdust á jörðinni eins og sprengdar veggjalýs, og hann var hræddur við það. Hann æfði sig á saggrindinni hvernig hann mundi halda á taum- unum í vinstri hendinni og hattinum í þeirri hægri. Ef hann hefði þannig báðar hendur fastar, gæti hann ekki gripið í hnakknefið þó hann fyndi að hann væri að detta. Hann vildi ekki hugsa um hvað biði hans ef hann gripi í hnakknefið. Kannske mundu faðir hans og Billi Búkk aldrei yrða á hann framar, þeir mundu skammast sín svo mikið. Það mundi berast út, og móðir hans mundi líka skammast sín. Og í skólanum — það var of hræðilegt til að hugsa um það. Hann byrjaði að stíga í ístaðið þegar hnakkurinn var á hestinum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.