Dvöl - 01.01.1944, Page 82

Dvöl - 01.01.1944, Page 82
76 D VOL þó aldrei, en árið 1940 birtist lítið rit, sem Einar hafði tekið saman upp úr eldri drögum að lýsingu á samtíð Njáluskálds- ins. Nefnist rit þetta Sturlungaöld, og er skemmst um það að segja, að sú bók var með ágætum. Söknuðu lesendur þess eins, að ritið skyldi ekki vera miklum mun stærra og ýtarlegra. Bókin Á Njálsbúð, sem nú er fyrir skömmu út komin, efnir hálfgefið loforð frá því er doktorsritgerðip var á ferð- inni. Hér er fjallað um Njálu sem skáld- rit — listaverk. Að vísu neitar E. Ól. Sv. því ekki, að höfundur hafi byggt úr marg- víslegum efnivið víðsvegar að, arfsögn, öðrum sögum o. fl., en mótað það allt og telgt til með listamannshendi sinni. Góður fengur er að Njálubók þessari. Hún ber ekki aðeins vott um natni höf- undar, gjörhygli hans og lærdóm, heldur gætir þar víða næmrar skynjunar og skáldlegra tilþrifa .Virðist mér bera af kaflarnir um Hallgerði og Skarphéðin, þessar margræðu, kynngi gæddu persónu'r sögunnar, sem hafa þó orðið á þann veg í höndum snillingsins, að þær verða aldrei skildar til hlítar, — fremur en lífið sjálft. G. G. Gunnar M. Magnúss: Hvítra manna land. Útgefandi: Jens Guðbjörnsson. Prentsmiðjan Hól- ar 1943. Hér er á ferðinni ellefta bók Gunnars M. Magnúss, svo að ekki er um neinn viðvaning að ræða. Hvítra manna land hefur að geyma sjö smásögur og rissmynd- ir, töluvert ólíkar að efni og meðferð. Lengst er fyrsta sagan, nokku,ð nýstár- leg, heldur fjörlega skrifuð, en skilur ekki mikið eftir að lestri loknum. Berfótur er tilraun til að rekja sögu hins íslenzka al- múgamanns á liðnum öldum og bregður þar fyrir mörgum skyndimyndum úr þjóð- lífinu frá ýmsum tímum. Beztar og trúlegast gerðar af sögum þessarar bókar eru þær þrjár, sem fjalla um líf alþýðufólks í þorpum og verstöðv- um. Gesturinn í verinu og Myndin af kónginum eru athyglisverðar frásagnir, skýrar og glöggar, en þó má vera að Unga konan í verbúðinni, stytzta saga bókar- innar, sé þeirra bezt. Vestfirzku sjávar- þorpin þekkir höfundur til hlítar og virð- ist láta bezt að lýsa þeim. G. G. Wendell L. Willkie: Nýr heimur. Jón Helgason íslenzkaði. — R.vík 1943. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar. Þetta er ferðasaga stjórnmálamannsins ameríska, er hann flaug umhverfis hnött- inn haustið 1942. Eins og menn muna, fór hann þessa för sem sendimaður Roosevelts forseta og vakti hún alheims athygli. Willkie segir frá dvöl sinni í mörgum löndum og viðræðum við stjórnmálagarpa, einkum þó í Sovétríkjunum og Kína. Bók- in er fjörlega rituð og skemmtileg, líkt og væri hún samin af slyngum blaða- manni. Þýðing Jóns Helgasonar virðist vera liðlega af hendi leyst. G. G. Erindasafnið. Útgefandi Útvarps- tíðindi. Eigendur Útvarpstíðinda hafa nú hafið útgáfu úrvals erinda, sem flutt eru í Rík- isútvarpið. Hér á landi hafa eigi áður verið gefin út útvarpserindi, en það er al- títt með öðrum þjóðum. Er að þessu vafa- laus fengur, því margt ágætt er flutt í útvarpið, og margur óskar að kynnast nánar ýmsu, sem hann heyrir þar. Af erindasafninu eru nú komin út tvö hefti, og hið þriðja mun væntanlegt inn- an skamms. Er hvert þessara hefta fjór- ar arkir í Iðunnarbroti, og er ætlunin, að heftin verði af þeirri stærð framvegis. Fyrsta hefti þessa safns er Auðug tunga og menning, eftir Björn Sigfússon. Er það safn erinda, sem Björn hefur flutt í þætt- inum: Spurningar og svör um íslenzkt mál. Hefur Björn nú um nokkurt skeið annazt þennan þátt með þeim ágætum, að fádæmi mega teljast og gert hann svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.