Dvöl - 01.01.1944, Síða 83

Dvöl - 01.01.1944, Síða 83
D VÖL 77 vinsælan, að' á hann mun hlustað frem- ur flestu öðru, sem flutt er í útvarp. Mun ekki heiglum hent að ná þeim árangri í þessu efni. Hjá Birni virðast fara sam- an þeir hæfileikar, sem til þess þurfa að leysa þetta farsællega af hendi: Mikil þekking, trú fræðimennska og lag á að setja efnið fram á skýran, skemmtilegan og alþýðlegan hátt. í þessum þáttum sín- um hefur hann einkum fjallað um dag- legt nútímamál, og annað í fræðum máls- ins, sem spurningar hlustenda hafa beinzt að og leitt talið að . í þessu hefti er samankomið nokkuð af efni þessara þátta, og er því skipað þar niður eftir skyldleika. Er þar veigamestur kaflinn um manna- nöfn, sem er vísindalegur og alþýðlegur í senn. Þetta hefti er trútt vopn í baráttunni fyrir hreinu og fögru máli — fullgildu „sjálfstæðismáli," gætum við kannske sagt. Björn segir sjálfur í lok heftisihs: „í hverju sem er, eykur hrein og þroskamikil ís- lenzka hróður okkar út á við og virð- inguna, sem við veröum að bera fyrir sjálfum okkur.“ Annað hefti erindasafnsins heitir Ferða- þættir og minningar og er eftir Guð- mund Thoroddsen, prófessor. Er það mjög skemmtilegt aflestrar, enda hafa þættir Guðmundar í útvarpinu verið harla vin- sælir. Minningarnar í heftinu eru bernsku- minningar höf. frá Bessastöðum, en faðir hans, Skúli Thoroddsen, bjó þar um skeið, og var þar þá stórbrotið og mannmargt heimili í gömlum stíl. Þar var og prent- smiöja. Ferðaþættirnir eru frá Hornströndum og Flatey á Breiðafirði. Eru það einkar lifandi og greinagóðar lýsingar frá ferða- lögum höfundar um þessa landshluta. Telja má víst, að þetta hefti verði mörg- um kærkomið lestrarefni. Prófarkalestur á þessu hefti er varla svo góður sem skyldi. Þá mun á næstunni von þriðja heftis Erindasafnins. Nefnist það Frá Vín til Versala og er eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing. Útgáfa safns útvarpserinda er eins og gefur að skilja miklum annmörkum háð hér í okkar fámenna landi, og eiga þeir, sem í þetta liafa ráðizt þakkir skyldar. Einnig er það þakkarvert, að verð safns- ins er fremur lágt, miðað við bókaverð nú á dögum. Það er kr. 6,50 heftið til fastra áskrifenda og kr. 8,50 í lausasölu. Útilíf. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar 1943. Jón Oddgeir Jónsson bjó út. Þetta er handbók í ferðamennsku, lítið og laglegt kver, sem þægilegt er að stinga í vasa og hafa með sér í ferðalögum til ráðuneytis í mörgum vanda, er að hönd- um ber. Ferðalög og útivist fara nú mjög í vöxt hér á landi og verða almennari en áður, því að sú venja er að skapast, að menn fái eða taki frí frá störfum sínum nokkra daga á ári hverju, og noti þá til ferðalaga og útivistar. Það er góð venja og þjóðholl og má vænta mikils af henni fyrír heilbrigði þjóðarinnar og menningu. Þetta þarf aðeins að verða enn almenn- ara og ná til allra stétta. Einkum má þó segja, að þessi orlof séu nauðsynleg þeim mönnum, sem vinna stöðugt að ein- hæfum innistörfum. En fólkið, sem leggur upp í orlofsferðalögin nú á dögum, er ekki jafnbúið til farar og þjóðin var yfirleitt fyrir nokkrum áratugum. Þá voru feröa- lög um hið torsótta land og útivist í hinni viðsjálu veðráttu snar þáttur í lífi alls landsfólksins. — Reynsla lífsbaráttunnar kenndi fólkinu fjölmörg heppileg viðbrögð gegn hvers konar torveldi, sem íslenzk náttúra lagði í leið ferðamannsins. En fólkið, sem unnið hefur innan dyra mest- an hluta ársins og leggur upp í orlofsferð sína, hvort sem það er hestferð, gönguferð eða bílferð, býr ekki yfir sömu lífsreynslu. Það verður að læra, ef vel á að fara. Þessu fólki er bók þessi sérlega heppileg og nauðsynleg, þó að allir, sem við ferða- lög fást og vanir geta talizt, geti líka margt af henni lært. Bókin gefur góðar leiðbeiningar um útbúnað ferðalagsins,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.