Dvöl - 01.01.1944, Side 85

Dvöl - 01.01.1944, Side 85
D VÖL 79 Þegar Þjóðverjar hernámu Noreg, komst Sigrid Undset nauðulega úr landi og mun nú dveljast í Vesturheimi. Þar ritaði hún þessa bók. Bókin er þó ekki um hernám Noregs, heldur að mestu um heimili skáld- konunnar og börn á dögum friðar og far- sældar. En um leiö og skáldkonan lýsir lífi sínu og barna sinna heima í hinum fagra og friðsæla Guðbrandsdal, dregur hún upp glöggar myndir úr norsku þjóð- lífi. Hún lýsir lífi fólksins, hinni daglegu lífsbaráttu þess, gleði og sorgum. Prásögn- in öll er endurminningar um horfna ham- ingjudaga og safnast eins og geislar í brennigleri um þá ósk, að endurheimta ættjörðina og þá hamingju, sem hún ein getur veitt. , Sigrid Undset átti tvo syni. Þeir hafa báðir barizt fyrir land sitt og annar þeirra er fallinn. Hinn er í norska hernum og hann segir við móður sína, að ef þau eigi að lifa til æviloka í útlegð, sé fallni bróð- irinn hamingjubarnið í f jölskyldunni. Þannig hugsa stríðandi Norðmenn. Þessi bók er fögur og heillandi. Einkum er hún hollur lestur fyrir ungmenni Sigrid Undset hlaut Nobelsverðlaun 1928. Brynjólfur Sveinsson, sem þýtt hefur bók- ina, hefur leyst það verk af höndum með ágætum. Frágangur útgáfunnar er og alivand- aður. A. K. Heilsufrœði handa húsmœðrum, er nýkomin út á vegum ísafoldarprent- smiðju, rituð af Kristínu Ólafsdóttur, lækni. Slíkrar bókar var sannarlega þörf, og hefur hér verið unnið hið mesta nauö- synjaverk. Bókin er all-stór — 260 blað- síður — í 'störu broti og prýdd fjölda mynda til skýringar efninu. Þessi bók er vafalaust hin gagnmerkasta og þyrfti hver húsmóðir að eiga slíka bók sem heimilsráðunaut. Kímnisögar Úr predikun: Dæmisögu vil ég segja, elskulegir bræður og systur. Menn voru á bát fyrir utan odda, og hvirfilbylur kom og hvolfdi bátnum. Einn af hásetunum komst á kubb, sem gat aðeins einum fleytt og flaut á honum. Þá kom annar upp við hliðina á honum og sagði: „Lof mér á kubbinn “ „Ég lofa þér ekkert á kubbinn," sagði liinn. „Æi, jú, það stendur skrifað, að þú eigir að elska náunga þinn eins og sjálfan þig: lofaðu mér á kubbinn.“ „Já, en hvar stendur, að ég eigi að elska hann meira en sjálfan mig, ég lofa þér ekkert á kubbinn." Þannig sjáið þér, mín elskan- legu börn, að þótt heilög ritning segi oss að elska náungann eins og sjálfa oss, þá býður hún hvergi, að vér verðum að elska hann meira, og getur því svo farið á stundum, að vér neyðumst til að elska hann minna en sjálfa oss, þegar i nauð- irnar rekur. * Úr predikun:------Og drottinn skap- aði manninn allan. Hann skapaði á hann hendurnar og hann skapaði á hann fæt- urna. Og síðast skapaði hann á hann höfuðið. Og til hvers haldið þið að hann hafi skapaö á hann höfuðið? Hann gerði það til þess að flibbinn færi ekki upp af. * Nikulási bónda í Hólkoti þótti búsmali nábúa síns, er Sigurður hét, venja komur sínar of oft í engi sitt. Fór hann því eitt sinn í þungu skapi og rak búsmalann yfir landamerki í engi Sigurðar. En þegar Sig- urður sá það kom hann móti fénu og fór illum oröum um tiltæki Nikulásar. Við það reiddist hann ennþá meira, svo að samræðunni lauk með því, að hann rak pískinn í höfuð Sigurði, svo að hann rot- aðist. Nikulás iðraðist þessa verks mjög og var hræddur um, að hann yrði lögsóttur fyrir banatilræði. Næsta sunnudag eftir þetta fór hann til kirkju. Sagði þá prestur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.