Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 21
D VÖL 9Ö ar hún stóS í hópi elztu drengj- anna, sem hún kenndi, var hún sjálf líkust barni. Kirkju- og kristnihald er líka ýmsum annmörkum háð þarna í dreifbýlinu. Hin almenna kirkja Kanada sendir nýútskrifaða guð- fræðinga til skylduþjónustu á þess- ar slóðir, og hver þeirra á að þjóna sex eða sjö kirkjum, Hjá prestinum okkar varð aldrei messufall allan veturinn. Ýmist kom hann til kirkj- unnar á skíöum, hesti eða létti- sleða. Og hann kom ekki aðeins til þess að messa. Fá skautamót eða skemmtifundir þóttu fullkomn- ir nema presturinn væri með. Þannig liðu veturmánuðirnir í störfum og gleðskap, og menn tóku að verða varir fyrstu vorboðanna. „Krákurnar eru komnar,“ hróp- uöu skólakrakkarnir einn daginn, og þegar við litum upp í loftið, sáum við þessa svörtu fugla á sveimi. „Trén eru að springa út,“ sögðu bændurnir hver við annan. Og brátt hefjast hin fyrstu eiginlegu vorstörf. Það er sírópsvinnslan. Sírópið er unnið úr trjám, sem eru sömu ættar og hlynurinn. Á vorin eru þau auðug af sykurríkum vökva. Þá er stungið gat á börk þeirra og mjórri pípu stungið í farið, og ílát látið undir pípuna. Seigþykkur, hvítur safi tekur að seytla úr pípunni, fyrst ofurhægt on síðan örar. Síðan eru föturnar tæmdar á nokkurra daga fresti og safanum saínað í stór ker. Þá er kveiktur eldur í skóginum og sírópssuöan hefst. Gríðarleg pott- gípa er sett á hlóðir, og eftir dags- suðu er fyrsta síróp vorsins albúið, brúnt og gljáandi, dísætt með við- arilmi. Þetta er nú gamla aðferðin við sírópsvinnsluna, en nú er tekið að vinna það á annan og fljót- virkari hátt með margs konar vél- um. Þegar þessum fyrstu vorstörfum er lokið, eru akrarnir að verða auðir og þýðir og nú hefst jarð- yrkjuvinnan. Akrana verður að plægja og herfa og sá eins fljótt og mögulegt er. Dagarnir verða heitari og heitari, klakinn hverfur úr jörðinni og grænar nálar sjást á túnunum. Allir hlutir bíða eftir hönd voryrkjumannsins, og aldrei er hvíldarstund. Nú léttir enginn sér upp nema á laugardagskvöldum, en þá eru búðirnar í kaupstöðunum opnar til miðnættis, og sveitafólkið safnast þangað til þess að kaupa sér nauð- þurftir til vikunnar og hitta menn að máli. Um það leyti, sem vorið verður að sumri eru fyrstu villtu ávext- irnir þroskaðir. Slíkir ávextir eru mikils virði fyrir fólkið þarna. Lítið er ræktað af ávöxtum — varla annað en jarðarber og svolítið af eplum og perum. En hinir villtu ávextir vaxa þarna í mikilli fjöl- breytni. í gisnari hlutum skóg- anna verða villtu jarðarberin ávöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.