Dvöl - 01.04.1944, Side 37

Dvöl - 01.04.1944, Side 37
D VÖL 115 sér hælis fyrr á öldum, vegna þess, hve gott var þar til matfanga og fylgsni mörg og góð í Hallmundar- hrauni. Auk fjallagrasa voru á Arnar- vatnsheiði til matar holta- og hvannarætur. Þar var gnægð fiskj- ar, nær því í hverju vatni, og mergð eggja á vorin. Álftimar voru tekn- ar á sumrum er þær voru ófleygar. Búfé manna var um allar heiðar á sumrum, og fyrr á öldum gengu geldneytahjarðir allt árið á Arnar- vatnsheiði. Getur Eggert Ólafsson þess, að nautgripir hafi þá stund- um fallið þar, og sem sérstaka frétt segir hann, að árið 1757 sáust engir nautgripir á Arnarvatnsheiði. Vafa- lítið eru þessi heiðalönd góð fyrir hreindýrahjarðir. Frægastur útilegumanna,sem ver- ið hafa á Arnarvatnsheiði er Grett- ir Ásmundsson hinn sterki frá Bjargi í Miðfirði. Segir svo í Grett- is sögu, eftir að Grímur Þórhalls- son, vinur Grettis, hafði beðið hann að fara norður til Fiskivatna á Arnarvatnsheiði: „Grettir fór upp á Arnarvatnsheiði ok gerði sér þar skála ,sem enn sér merki, °g bjósk þar um, því at hann vildi nú hvatvetna annat en ræna, fékk sér net °g bát og veiddi fiska til mataj- sér. Hon- úm þótti daufligt mjök á fjallinu, því at hann var mjök myrkfælinn." Þorskabítur minnist útilegu Grettis á heiðinni í kvæðinu um Eiríksjökul, er ég gat um áðan: bú sást hvar Grettir seint á vetrarkveldi, er svefns ei naut í fylgsnum óbyggðar, við litla birtu, er lagði af fölum eldi sinn lífsins óð á stokk í rúnum skar, þá oft á milli á eigin kringumstæður með eirðarleysis þrá hann leit sem fyrr, og hljóður starði á hálfkulnaðar glæður, en heiftarvofur glottu fram við dyr. Hvort mundi ei flestum mönnum, jafnvel öllum í moldhríð finnast daufleg vetrarkvöld, í dimmum kofa fram á eyðifjöllum að fela sig á draugatrúaröld. Og hljóta ei aðra hlutdeild byggðarmanna, en hefndir forðast þeirra og vélaráð, aö heyra í anda ýlfur rándýranna, sem eru að leita hungruð sér að bráð, Talið er að Grettir hafi dvalið í þrjú ár, frá 1018 til 1021, á Arnar- vatnsheiði, og þá helzt við Arnar- vatn stóra. Kristleifur á Kroppi segir í ritgerð um Arnarvatnsheiði: „Grettisskáli blasir við af Svartar- hæð norðan megin við austasta hluta Arnarvatns. Þar sér vel til skálatóftar Grettis á litlum hól, og gengur þar tangi fram í vatnið. Norðan við skálatóftina er klettur, sem heitir Grettishöföi Þar hafa menn hugsað sér ,að orrustan hafi staðið milli Þóris í Garði og Grettis. Meiri líkur sýnast þó til þess, að sú orrusta hafi verið á Svartarhæð, sunnan vatnsins, gegnt Grettis- skála. Þar á holti einu eru dysjar á víð og dreif, með stuttu millibili. Varla er að efa, að þer séu vopn- bitnir menn heygðir.“ Hrútfirðingar sendu til höfuðs Gretti, sekan skógarmann, sem Grímur hét. Réðst hann að Gretti eftir alllanga samveru, þegar hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.