Dvöl - 01.04.1944, Side 31

Dvöl - 01.04.1944, Side 31
DVÖL 109 Á Arnarvatnslieiðl Eftir Vigfns Gnðnmndsson Arnarvatnsheiði er meðal víðustu og fegurstu heiðalanda á íslandi. Grein sú, er hér fer á eftir, er sniðin eftir útvarpserindi, sem Vigfús Guðmundsson, fyrrv. ritstjóri Dvalar, flutti í vetur, en hann er þaulkunnugur á þessum slóðum. Hvar, sem mennirnir alast upp eiga þeir alltaf eitthvað sameigin- legt. Eitt af því er, að alla drengi langar til að verða fullorðnir menn, °g geta tekið þátt í því, sem þeir heyra eða sjá þá fullorðnu hafast að. hegar ég var lítill drengur heima í mínum kæra Flókadal, þá var Það ein af mínum heitustu þrám, að komast hátt upp til f jalla, kanna ókunna stigu, þar sem „víðsýnið skín.“ „Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjallaheiða Því þar er allt, sem ann ég þar er mitt draumaland." Eftir því sem ég kom hærra upp fyrir túnið á taænum mínum í ^lókadalnum, teygði sig hærra og heerra upp fyrir sjóndeildarhring- ihn, all-langt í norðaustri, sérstak- *ega fagur og tignarlegur jökull. ^að var Eiríksjökull. Um hann seg- lega ófríðar og skapillar. Og þegar tirni var til kominn að gifta þær, v°ru þær gefnar ráðgjöfum kon- hhgsins og heimanmundurinn var hund af tei og síamskur köttur. ir Þorvaldur Thoroddsen þetta m. a. í Lýsingu íslands: „Eiríksjökull er sérstakt fjall, 3730 fet á hæð og skilur Flosaskarð hann frá Aðaljökli. Eiríksjökull er stórskorinn og tignarlegur, luktur þverhníptum hamra- beltum allt í kring, en fannhvít jökul- bunga ofan á. Mænir þessi jökulkastali yfir fjöll og jökla í grennd. Aðalefni fjallsins er móberg, en grágrýti í hömr- unum ofan á og líklega í bungunni undir jökulhvelinu." Síðari mælingar telja Eiríksjök- ul 1675 metra háan. Hann er því hæsta fjall á íslandi vestan Vatna- jökuls. Um Eiríksjökul kvað Reyk- dælingurinn Þorskabítur í Vestur- heimi langt og fagurt kvæði, og er upphaf þess þannig: „Ó, Eiríksjökull forni sjóli fjalla í frumleiksdýrð þitt höfuðból má sjá, til vesturs þar sem vötnum fer að halla og víðsýnast er Snælandsheiðum á. En lítið aðeins lægra fótskör þinni sést lands vors dýra fegurst blómasveit, er breiðist út í allri fegurð sinnni sem opin bók, er fingur drottins reit.“ Bak við þennan jökulkastala, eitt allra fegursta fjallið á íslandi, vissi ég að Arnarvatnsheiði lá með allar sínar sögur og ævintýr. Hún var eitt mesta draumalandið mitt. Fjallaá féll milli túnanna á Eyri

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.