Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 63

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 63
ÖVÖL 141 bærðist hægt. Uglurnar. flugu vælandi um fóðurloftið í leit að músum. Jói lagði hendur undir hnakka og sofnaði. Hann fann gegnum svefninn að vindurinn jókst og gnauðaði á húsinu. Það var bjartur dagur þegar hann vaknaði. Hurðin hafði fokið upp, og hesturinn var farinn. Hann spratt á fætur og þaut út í dagsljósið. Slóðin eftir hestinn var greinileg í ótal krókum yfir hélaðan ný- græðinginn, þreytuleg spor og rákir milli þeirra eftir hófana. Slóðin lá upp í kjarrið í miðri brekkunni. Jói rakti hana og hljóp við fót. Sólin glampaði á hvassar nibbur hvítra kvarzsteina, sem stóðu upp úr jörðinni hér og hvar. Allt í einu leið dökkur skuggi yfir jörðina framan við hann. Hann leit upp og sá flokk svartra gamma hátt í lofti. Þeir hnituðu hringa og lækkuðu flugið. Brátt hurfu þeir yfir brúnina á hæðinni, og þá herti Jói hlaupin, knúinn áfram af hræðslu og bræði. Slóðin lá nú inn í kjarrið og hlykkjaðist í ótal bugðum milli malurtarunnanna. Þegar Jói náði hæðarbrúninni var hann lafmóður. Hann staldraði við og másaði. Blóðið suðaði fyrir eyrum hans. Svo kom hann auga á það, sem hann leitaði að. Niðri í brekkunni, í litlu rjóðri í kjarrinu, lá Rauður litli. Þrátt fyrir fjarlægðina sá Jói fæturna tifa krampa- kennt út í loftið. Og i kringum hann vokuðu gammarnir og biðu eftir dauðastundinni, sem þeir vissu ofurvel að var í nánd. Jói sentist ofan brekkuna. Vot jörðin dró úr skóhljóðinu og kjarrið huldi för hans. Þegar hann kom á staðinn var allt afstaðið.. Fyrsti augnvargurinn sat á höfði hestsins og hvítleitt glerhlaupið draup úr hvössum goggi hans. Jói stökk inn í vargahvirfinguna eins og köttur. Hinir dökku hræbræður tóku til vængjanna, en sá sem sat á höfði hestsins varð of seinn. Um leið og hann hóf sig til flugs náði Jói í vængbroddinn og keyrði hann niður. Fuglinn var nærri því eins stór og Jói. Lausi vængurinn barðist í andlit honum eins og þung kylfa, en hann lét sig ekki. Klærnar læstust í fótlegg hans, og vængbörðin löðrunguðu báða vanga hans. Jói fálmaði í blindni með þeirri hendinni, sem laus var og náði taki um hálsinn á fuglinum. Rauð fuglsaugun störðu á hann, köld, ugglaus og grimm. Hann teygði fram fiðurlausa álkuna og glennti upp ginið og spúði úldnum graut. Jói kraup á hnén °g lagðist ofan á hann. Hann þrýsti annarri hendi að hálsi hans og tók hvassan stein í hina. í fyrsta höggi flatti hann nefið á honum °g dökkleitt blóðið vall út úr kjaftvikunum. Jói sló aftur, en hitti ekki. Hauðu augun ugglausu störðu enn á hann, ópersónuleg og stálköld. Hann sló aftur og aftur, unz hræfuglinn lá steindauður, og höfuð hans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.