Dvöl - 01.04.1944, Side 11

Dvöl - 01.04.1944, Side 11
D VÖL 89 JParmbréf Wollsteins l'iftir liion Fenclitwanger Andrés KrÍ9tjánsson þýddi Wollstein var listaverkakaup- maður. Við hittumst eftir fyrirlest- ur, sem ég hélt í litlum, þýzkum bæ, og hann bauð mér að líta á safnið sitt. Ég varð mjög undrandi, er ég sá safnið, því að þar var að finna þó nokkur sígild listaverk. Ég undraðist — þá — að Wollstein skyldi hafa kosið að setjast að í þessum litla, afskekkta bæ. Wollstein var um fimmtugt. Hann var þrekvaxinn og sterkleg- ur. Augu hans var dökkbrún og skyggð, andlitið búlduleitt. Fram- koma hans öll var jafn þunglama- leg og líkaminn. Málfar hans var stirfið. — Ekkert sérlega skemmti- legur eða upplífgandi náungi, mundir þú segja. Þó gazt mér að honum, ef til vill mest vegna gát- unnar, sem hjúpaði hann. Við eyddum kvöldinu á heimili hans. Eftir matinn kom til okkar týri. Blóðið fossaði í æðum mínum, og hjartaði hamraði í brjóstinu. Andrés var auðmjúkur sem þjpnn. „Gerið svo vel,“ sagði hún og Vísaði okkur inn í viðhafnarstof- úna. í rödd hennar var sem ómaði gamalt lag eða niður fjarlægra Vatna. málari, maður á þrítugsaldri. Hann hét Herbert Frey, og átti heima þarna í bænum. Frá því augnabliki, er hann kom til okkar, breyttist framkoma Wollsteins á undraverð- an hátt. Hann varð nú miklu fjör- meiri og ræðnari og lýsti verkum þessa unga manns fyrir mér af miklum fjálgleik, en þó glögg- skyggni. Þegar ég fór morguninn eftir, fylgdi Wollstein mér úr garði. Hann hóf þegar máls aftur um unga mál- arann. „Auðvitað á Frey eftir að læra mikið enn“, sagði hann, „en einhvern tíma mun hann skapa listaverk, vertu viss“. Ég gleymdi Wollstein alveg um tíma, þar til Nazistar komust til valda og tóku að útrýma þýzkri list. Þá rakst ég eitt sinn á hann í París. Nei, hann átti ekki heima í París, sagði hann mér. Hann hafði setzt að með starfsemi sína í Aix, litlum bæ í Pi-ovence-héraði. Hann bauð mér að koma þangað og líta á safn sitt. Það væri að vísu dálítið afskekkt. en hann vonaði að mér mundi finnast það ómaks- ins virði. Þar væri líka ungur mál- ari, Michael að nafni, sem hefði málað nokkrar athygliveröar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.