Dvöl - 01.04.1944, Side 14

Dvöl - 01.04.1944, Side 14
92 D VÖL myndanna hans Michaels. Ég verð að bjarga verkunum hans og sýna heiminum þau.“ „En þú veizt ekki einu sinni, hvort hann er á lífi ennþá“, sagði ég. „Ef hann er dáinn er ennþá meiri ástæða til að bjarga verkum hans frá dauða,“ sagði Wollstein. Þá gafst ég upp. Síðustu orð mín við hann voru að reyna að fá hann til þess að afhenda vinum mínum farmkvittanirnar, sem áreiðanlega hefðu betri tækifæri til þess að sjá þessum málum borgið. „Ég veit, að vinir þínir munu gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur fyrir mannlegt líf,“ svaraði Wollstein. „En mundu þeir skilja það, að í þessu tilfelli eru mál- verkin meira virði?" Ég komst til Lissabon heilu og höldnu eftir viðburðaríka ferð, og þar var mér sagt, að Wollstein væri enn í Frakklandi. Svo var það dag nokkurn í októ- ber, í San Francisco, að mér var boðið að skoða málverkasafn auð- ugs listunnara, sem við skulum kalla Brown. Eitt málverk bar þar yfir öll önnur. Þessir drættir — þessir litir — ég kannaðist áreið- anlega við þá. Hver var listamað- urinn? Ég fékk að vita að hann hét Herbert Frey. > Nú rankaði ég við mér. Herbert Frey? Hafði ég- ekki hitt hann heima hjá Wollstein í litla, þýzka bænum? Var hann ekki ungi mað- urinn, sem Wollstein hafði gert sér svo miklar vonir um? Jú. Brown staðfesti það. Þýzkur listaverka- kaupmaður, að nafni Wollstein, hafði uppgötvað Herbert Frey. Þessi Wollstein hafði margsinnis á und- anförnum árum sent honum mjög eindregin meðmæli með ungum og óþekktum mönnum, sagði Brown ennfremur, og ævinlega höfðu þessir ungu og óþekktu menn verið meðmælunum vaxnir og seinna orðið frægir. Þá sagði ég Brown alla mína sögu. Hann var ötull og mikils meg- andi maður, og þessi saga hafði djúp áhrif á hann. „Látið þér mig um þetta,“ sagði hann. „Ef ég get ekki bjargað hon- um úr klípunni, skal ég a. m. k. komast að því, hvernig málum hans er nú komið.“ Svo var það rétt fyrir árásina á Pearl Harbour, að ég fékk bréf frá Wollstein. Hann sagðist hafa kom- izt til Lissabon. En það var nú ekki aðalatriðið. Aðal gleðiefnið, fannst honum, var að honum hafði tekizt að endurheimta þrjár af ferðatöskunum sínum, og í einni þeirra var málverk eftir Michael. Og Michael var lifandi enn. Á lífi að vísu — en hafði misst hægri höndina. „En,“ sagði Wollstein í lok bréfs- Framh. á bls 96 i

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.