Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 9
D VÖI.
87
legs magnleysis. Gangan varð mér
æ erfiðari, þó að ég reyndi að bera
mig sem bezt.
„Þú ættir nú að fá þér vænan
sopa til að verma þig,“ sagði Karl
mikli loks og fékk mér flöskuna.
„Það hafa víst nógu margir drep-
ið sig á þessu déskotans eitri,“ sagði
ég og bandaði við henni með hend-
inni, því að nú var ég orðinn ön-
ugur af þreytu og vanlíðan.
Og áfram var haldið — í þögn.
En ferðalagið var orðið mér sár-
asta kvöl. Mig verkjaði í axlirnar,
og ég var kaldur innvortis. Hins
vegar virtist félagi minn ekki taka
þetta nærri sér, þó að hann bæri
þungan bagga. Gangan var honum
leikur einn og lundin létt. Mér
sárgramdist þetta hvort tveggja,
fannst ég lítill og minni máttar.
„Má ég ekki styðja þig?“ spurði
Karl, þegar hann sá, að ég var far-
inn að reika í spori, fölur og fár.
„Nei þakk,“ svaraði ég fálega,
en gat þó tæpast varizt falli af
stormi og magnleysi.
Loksins neyddist ég til að þiggja
aðstoð hans, þó að mér væri það
þvert um geð. Hann tók skjala-
veskið mitt í aðra hönd sína og
studdi mig með hinni. Þannig
héldum við áfram — lengi. Mér
þótti sem þetta ferðalag mundi
aldrei taka enda. Karl mikli var
hættur að segja mér gamansögur
frá yngri árum sínum, af svaðil-
förum og drykkjuskap. Hann var
hættur að leika við hvern sinn
fingur, en var þó ljúfmennskan
sjálf og veitti mér óskipta aðstoð
sína, líkt og enginn hlutur væri
sjálfsagðari. Þar kom, að ég gat
ekki framar hreyft fæturna eða
haldið mér uppréttum. Þá tók hann
mig á bakið en bar baggann í fyrir.
í það sinn hafði ég ekki rænu til
að undrast þrek hans og þol. Ég
vissi varla, hvað var að gerast.
Síðan hef ég oft og mörgum sinn-
um dáðst að drengskap hans. Ég
mun gera það til æviloka. Ég er
honum þakklátastur allra manna.
Honum á ég líf mitt að launa —
og miklu meira.“
Andrés þagnaði og horfði hugs-
andi fram fyrir sig. Ég hafði al-
drei séð hann svo fagran sem þarna
í eldskini arinsins.
„Hvernig er hægt að gefa nokkr-
um manni meira en lífið?“ spurði
ég, en iðraðist þegar spurnarinnar.
Hann svaraði henni engu orði og
hélt áfram:
„Ég veit ekki, hve lengi hann
bar mig. Mér fannst það vera heil
eilífð. Stöku sinnum settist hann
niður, hvíldi sig, en reis von bráðar
á fætur aftur. Veðrið hamaðist
umhverfis okkur og þyrlaði kófinu
fyrir vitin. Honum tókst að halda
réttri stefnu. Þaö var kraftaverki
líkast, að hann komst heim að
Urriðalóni um nóttina og fann bæ-
inn í blindhríð og náttmyrkri. Ég
varð þá í fyrsta sinn á ævinni
sannfærður um eilífa velferð mína,
þegar Karl mikli bar mig inn í