Dvöl - 01.04.1944, Side 30
108
DVÖL
hún vaknaði kallaði hún glaðlega
Góðan daginn. Hún fékk ekkert
svar. Hún stökk út úr rúminu og
að búrinu. Hún rak upp óp, er hún
sá litla fuglinn liggja á botni búrs-
ins, með lokuð augu og leit svo út,
sem hann væri dauður. Hún opn-
aði dyrnar, smeygði hendinni inn
og tók fuglinn.
Henni létti ofurlítið, þegar hún
fann að litla hjartað hans sló enn-
þá.
— Vaknaðu, vaknaðu litli fugl,
sagði hún. Hún fór að gráta og
tárin hrundu niður á litla fuglinn.
Hann opnaði augun og fann að
búrrimlarnir voru ekki lengur
kringum hann.
— Ég get ekki sungið, nema ég
sé frjáls, sagði hann, — og ef ég
get ekki sungið, dey ég.
Prinsessan stundi þungan. — Ég
gef þér þá frelsi þitt aftur, sagði
hún. Ég lokaði þig inni í gullbúr-
inu og vildi hafa þig ein. En ég
vissi aldrei, að það gæti orsakað
dauða þinn. Farðu! Flúgðu burt,
á meðal trjánna, sem eru umhverf-
is vatnið og fljúgðu yfir grænu
hrísgrjónaakrana. Ég ann þér svo
heitt, að ég vil að þú verðir ánægð-
'Ur og hamingjusamur. Hún opnaði
gluggann og lét fuglinn varlega út
í gluggakistuna. Hann hristi sig
fyrst svolítið.
— Fljúgðu eins og þú villt, litli
fugl, sagði hún þýðlega. Ég skal
aldrei framar láta þig í búrið aftur.
— Ég kem aftur af því að ég
elska þig, litla prinsessa, sagði fugl-
inn. Ég ætla að syngja þér alla
fegurstu söngvana, sem ég kann.
Ég fer langt í burtu, en ég skal
alltaf koma aftur, og ég skal aldrei
gleyma þér. Hann tók smákippi
aftur og sveiflaði sér til
— Hamingjan góða! En hvað ég
er stirður! sagði hann.
Síðan lyfti hann vængjunum og
flaug út í geiminn. En litla prins-
essan fór að gráta, því að það er
stundum erfitt að taka hamingju
annarra fram yfir sjálfs sín. Og
þegar litli fuglinn hennar var kom-
inn langt úr augsýn, fannst henni
hún vera svo einmana.
Þegar systur hennar vissu, hvað
gerzt hafði, hæddust þær að henni
og sögðu, að fuglinn mundi aldrei
koma aftur.
Hann kom þó samt, eftir langan
tíma. Hann sat á öxl September, át
úr lófa hennar og söng fyrir'hana
fagra söngva, er hann hafði lært
á ferðum sínum um geiminn. Sept-
ember hafði gluggann sinn opinn
dag og nótt, svo að litli fuglinn
gæti komizt inn í herbergið hennar,
hvenær sem hann vildi. Þetta var
hollt fyrir hana og hún varð mjög
fögur. Þegar hún hafði aldur til,
giftist hún konunginum af Cambo-
dia og reið á hvítum fíl alla leið
til borgarinnar, sem hann bjó í.
En systur hennar sváfu aldrei
fyrir opnum glugga og urðu ákaf-
i