Dvöl - 01.04.1944, Síða 66
144
DVÖL
S. smásagnasafnið Kvistir í altarinu.
Hlaut bók sú góða dóma, en þó sízt von-
um fremur, því að hún var vissulega full-
komlega sambærileg við smásagnasöfn
þriggja viðurkenndra rithöfunda, sem út
komu um líkt leyti — og um mál og stíl
var hinn ungi rithöfundur jafnvel sum-
um hinna eldri meistara mun snjallari.
Loks er svo nýútkomin stór skáldsaga,
Fjallið og draumurinn, eftir þennan höf-
und.
Engum, sem bók þessa les, dylst, að
Ólafur Jóhann Sigurðsson er nú kominn
í röð hinna beztu skáldsagnahöfunda okk-
ar. Mál hans er með slíkum glæsibrag,
að fáir munu honum snjallari á þeim
vettvangi. Stíll hans er fagur og þrótt-
mikill og persónulegur, að minnsta kosti
á stundum. Hins vegar gerir Ólafur mikið
að því að nota sjaldgæf orð, sem vafa-
samt er, að sé til heilla fyrir rithöfund,
er hefur slíkt vald yfir máli og stíl og
hann hefur nú náð. Ó. J. S. þarf ekki að
neyta bellibragða til þess að stíl hans
og máli sé athygli veitt.
í sögu þessari hefur Ó. J. S. valið sér
viðfangsefni, sem hann þekkir vel til, og
enda þótt bókin sé erfið og þung, tekst
honum vel að gera verkefni því, sem hann
hefur valið sér, góð skil. Lýsingar hans
eru vel gerðar, og að þessu sinni er hann
nokkurn veginn jafnvígur á sálarlífs- og
náttúrulýsingar. Annars er að svo komnu
máli, ekki vert, að fella heildardóm um
ritverk þetta, því að ,öll rök virðast að
því hníga, að framhalds megi vænta. En
það er ekki ráðlegt að kveða upp dóma
um hálfunnin verk — að minnsta kosti
ekki fyrir þá, sem eigi hafa fyrirfram
ákveðið, hver dómsniðurstaðan skuli
verða.
Að lokum ber þess að geta, að enginn
hinna yngri rithöfunda okkar virðist hafa
lagt eins mikla og góða rækt við að læra
og Ó. J. S., þótt lítt hafi hann gist skóla
okkar. Hann hefur numið íslenzkt mál
til hlítar, sem hverjum þeim manni ber
að keppa að, er bækur hyggst rita.
Aðrar tungur mun hann og hafa lagt
áherzlu á að nema — eins og bezt sést
á hinni snilldarlegu þýðingu hans á bók-
hins ameríska galdramanns, Johns Stein-
becks, Mýs og menn. — Þessi námsvið-
leitni Ó. J. S. hefur raunar haft það í
för með sér, að hann hefur orðið fyrir
áhrifum meistara, sem ungum rithöfundi
er vissulega hollt að kynnast — ef hann
er maður til þess að verða ekki þræll
þeirra og hermikráka. Fjallið og draum-
urinn gefur gleðilegar vonir um það, að
hinn ungi og efnilegi rithöfundur muni
í framtíðinni verða sjálfstæður í list sinni.
Og menntun hans, þjálfun og sjálfsagi
hefur valdið því, að hans er nú valdið —
og þá eru fyrir hendi, að sögn, haldkvæm-
ust skilyrði þess, að hans verði og dýrðin.
H. S.
íslenzkar þjóðsögur. Safnað hefur
Einar Guðmundsson. Leiftur h.f. —
Reykjavík 1944.
Einar Guðmundsson, kennari, hefur
sent frá sér þrjú sagnakver, og kom hið
fyrsta út fyrir rúmum áratug, en hið
þriðja í röðinni fyrir fáum vikum síðan.
Einar heldur laglega á penna og ræður
yfir góðum frásagnastíl. Eru kver hans
læsileg fyrir þær sakir, þótt ekki verði
sagt, að hann hafi aukið verulega við
auðlegð íslenzkra þjóðsagna, enda verður
þess mjög vart nú upp á síðkastið, að
söguefni eru mjög tekin að ganga til
þurrðar.
Veigamesta frásögn í þessu síðasta
kveri Einars er frásögnin um skiptapann
við Vestmannaeyjar 16. maí 1901 og ýmsa
fyrirburði í sambandi við hann. Auk þess
eru í heftinu ýmsar sagnir, sögubrot,
ævintýri, alþýðukveðskapur og kímnisög-
ur. — Svo er að sjá, sem Einar hugsi sér
frekara framhald á útgáfu þessari.
V. J.