Dvöl - 01.04.1944, Side 46
124
D VÖL
að hleypt væri af hundruðum
fallbyssna samtímis, sögðu yfir-
völdin. Svört askan settist jafnvel
á húsaþök Mexicoborgar 180 mílur
í burtu.
En þetta var aðeins undanfari
enn meiri skelfinga. Þriðju nótt-
ina tók glóandi hraunleðja að velta
upp úr keilumynduðum eldgígnum.
Hún brauzt út úr iðrum jarðar-
innar og valt yfir gígbarminn og
niður hlíðarnar á þessari fjalls-
keilu í þungum stöðugum straumi
og var hraunröstin um 20 fet á
þykkt og um 200 fet á breidd,
hvítglóandi fyrst, en varð svo
fagurrauð á leið sinni yfir dalinn.
Bráður bani var búinn hverri líf-
veru, sem ekki gat flúið.
Stjórnarerindrekar, jarðfræð-
ingar, blaðamenn og ljósmyndarar
hópuðust hvaðanæva að. Þeir
hættu sér alla leið þangað, sem
bær Dionisio hafði staðið, yfir
hálfstorkna hraunbreiðuna, sem
nú huldi þorpið Paracutin, og
nálguðust gígbarmana, sem lukust
um eldinn í þessu akurvíti. Þarna
dvöldu þeir dögum saman og rann-
sökuðu hið furðulega fyrirbrigði,
— nýmyndað eldfjall á vesturhveli
jarðar, — hið fyrsta síðan 1759.
Sex sinnum síðan eldfjallið
myndaðist, hafa orðið í því smá-
gos. í hvert skipti hafa fylgt þeim
ógurlegar sprengingar, sem vöktu
óhug jafnvel í fjarlægum þorp-
um. í sjötta skiptið, 10. júní, opn-
aðist annar eldgígur í Paracutin-
hæðinni, þar sem þorpið Paracutin
hafði staðið. Annað hraunflóð tók
að streyma eftir öðrum dal. Fyrst
fór það um 1000 fet á dag. Mán-
uði síðar hafði það dreifzt svo
mjög, að hraunbrúnin færðist að-
eins um 10 fet á dag.
Þessir tveir dalir liggja nú grafn-
ir undir þykku hraunflóði og ösku.
Paracutineldfjallið gnæfir nú um
1200 fet upp úr sléttunni og er
þrír mílufjórðungar að þykkt við
fjallsræturnar.
Þegar ég flaug þangað til að
skoða eldfjallið, tók ég fyrst eftir
eyðileggingaráhrifum þess um 75
mílur burtu. Svart öskulag huldi
nú dali og fjallahlíðar, sem áður
voru græn. Aldingarðarnir voru
horfnir. Kirkjuturnarnir stóðu
upp úr öskunni og gjallinu. Upp-
sþrettur höfðu þornað og áin Capa-
titzo var seytlandi soraleðja.
Brátt sást tröllaukinn reyksúla
stíga beint upp í loftið upp úr eld-
gígnum og, þótt ótrúlegt sé, steig
reykurinn í allt að 20.000 feta hæð.
Fjórðu hverju sekúndu gaus upp
nýr reykjarmökkur, grjótið þeytt-
ist upp í loftið í tugtonnatali, og
breiður straumur af glóandi hraun-
leðju fór meira en eitt þúsund fet
upp til þess að komast yfir gíg-
barmana og streymdi síðan niður
í tveim stöðum.
Sökum hins mikla hita og rauð-
glóandi steina, sem þeyttust upp í
loftið, voru gluggar flugvélarinnar
lokaðir, en það útilokaði þó ekki