Dvöl - 01.04.1944, Síða 44
122
ur rúmföt fylgdu með. Þetta dró
ég fram á mitt stofugólfið, bjó um
mig, sneri því þannig, að höfða-
lagið var fjarst dyrunum. Ég bjó
um mig eins vel og ég gat, í fjar-
lægð frá hinum grunsamlega stað,
þar sem rúmið stóð, — og horninu,
sem hafði fyllt mig slíkum ugg.
Svo slökkti ég öll kertaljósin, þreif-
v
aði mig áfram og smeygöi mér und-
ir sængurfötin. Að minnsta kosti á
annan klukkutíma hélzt ég vak-
andi og hrökk við af hverju
minnsta hljóði. Annars var allt í
friði og ró í höllinni. — Svo féll
ég í svefn. Ég hlýt að hafa sofið
vært í langan tíma, — en allt í
einu var ég vakinn við það, að
þungur líkami féll beint ofan á
mig, — og um leið rann eitthvað
sjóðheitt um andlit mitt, háls og
brjóst, svo að ég öskraði af kvölum.
Og hræðilegur hávaði, eins og þeg-
ar borð, hlaðið borðbúnaði og
diskum, fellur um koll, gerði mig
næstum því heyrnarlausan.
Ég var að því kominn að kafna
undir þessum þunga, sem kramdi
mig niður og hindraði að ég gæti
hreyft mig. Ég rétti út handlegg-
ina til þess að finna hvers kyns
hluturinn væri. Ég fann móta fyr-
ir andliti, nefi og kjálkaskeggi.
Þá blés ég framan í manninn af
öllum mætti. En þá var ég skyndi-
lega sleginn utanundir hvað eftir
annað. Þetta varð til þess, að ég
kom mér einhvern veginn undan
og stökk upp úr blautum rúmföt-
D VÖL
unum í náttskyrtunni einni og
fram á gang — því hurðin var —
opin!
Drottinn minn dýri! Það var
kominn hábjartur dagur. Vegna
hávaðans, sem af þessu varð, þutu
vinir mínir eins og fætur toguðu
upp í herbergi mitt, en þar fund-
um við óttasleginn herbergisþjón-
inn, liggjandi á flakandi rúm-
fötunum, teygjandi út alla anga.
Hann hafði hnotið um þennan far-
artálma á miðju gólfinu, dottið
fram yfir sig, og óvart hellt morg-
unverði mínum um leið framan
í mig.
Þær varúðarráðstafanir, sem ég
hafði gert, með því að loka glugga-
hlerunum og leggjast til svefns í
miðju herberginu, höfðu einungis
komið því óhappi til leiðar, sem
ég hafði verið að forðast.
Ó, — hversu mikið var ekkii
hlegið daginn þann!
© VÖl
mun í nœstu heftum birta
sérstakan pátt lausavísna
og smákveðlinga. Eru það
vinsamleg tilmœli, að þeir,
sem œttu í fórum sínum
eitthvað af því tagi, og sem
þeir vildu láta ritinu i té,
sendu því það í pósthólf
1044.