Dvöl - 01.04.1944, Side 5

Dvöl - 01.04.1944, Side 5
D VÖL 83 verð ég þó að segja þér sögu — hetjusögu, ekki af mér, heldur öðr- um manni, bjargvætti mínum, kappa og karlmenni, sem opnaði fyrir augum mínum fegurð hreyst- innar, en fölva sló á firrur og of- stæki, sem áður höfðu blindað mig. Ég fann, hvernig Andrés klökkn- aði og skildi, að honum var þetta viðkvæmt. Þess vegna þagði ég í hléinu ,sem varð á frásögninni og vildi ekki spilla geðhrifum hans, svo að sagan missti einskis í með- ferðinni. Eftir langa þögn hélt hann þann- ig áfram: „Þá var bindindisáhugi minn hvað mestur. Ég ferðaðist um land- ið á vegum Reglunnar og flutti eldheitar siðferðisprédikanir, stofn- aði stúkur og æskulýðsfélög í þeim anda. í einni þeirri för kom ég á Hamarsfjörð og gisti hjá skóla- bróður okkar beggja, Sigtryggi lækni Traustasyni. — Þú manst eftir honum, gaspraranum og háð- fuglinum, Tryggva Trausta?“ „Mætavel," sagði ég. „Tryggvi var bezti félagi, dásamlegt að vera með honum. Var hann ekki líkur sjálfum sér?“ „Alveg eins og í gamla daga,“ svaraði Andrés. „Ég átti hjá hon- um ágætisnótt og skemmtilegar samræður, þó að hann gerði ó- spart gys að mér og mínum kenn- ingum. Hann dró mig sundur í háði fyrir allt flakkið og vafstrið. Ég tók ekki vel hvefsni hans, þótt ég vissi, að um það var tilgangs- laust að deila. Um fáa hluti eru skoðanir meira skiptar en áfengis- neyzlu, bindindi og bann. Ég sagði með alvöruþunga, að hófsemi væri undirstaða allrar hamingj u, Bakkus erkióvinur og harðstjóri, sem fjötr- aði æskulýðinn í ævilanga þrælk- un.“ „Hvorki meira né minna!“ sagði hann svo ertnislega, að þykknaði í mér. „Nei, engan veginn,“ svaraði ég. „Hann steypir öllum, sem verða honum háðir, í eymd og örbirgð, veldur slysförum, sorgum og dauða. Vínið er orsök vesaldóms og veik- inda, svika og svívirðu. .“ Mér var svo skapfátt, að ég ætl- aði að láta þannig dæluna ganga. En læknirinn stöðvaði mig og mælti stillilega: „Nei, hættu nú, Andri minn! Á ég að segja þér eitt, gamli vinur? Ég þekki bæði bindindismenn' drykkjurúta og drabbara og sé eng- an mun þeirra í efnahagslegu né heilbrigðislegu tilliti. í báðum flokkum eru dugandi menn og ó- nytjungar, örbirgir og efnaðir, kappar og kveifir. Þar hallar ekki á. En mesta karlmenni, sem ég hef kynnzit, er um leið brennivíns- berserkur, allra manna glaðastur og tvígildur raumur!“ „Hver er það með leyfi?“ spurði ég lét sefast. „Bóndinn á Urriðalóni," svaraði

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.