Dvöl - 01.04.1944, Síða 39

Dvöl - 01.04.1944, Síða 39
D VÖL 117 Sá Hellismanna, er sagan segir að hafi komizt næst lengst á flótt- anum, var Krákur: „Eltu þeir hann allt á Sand norður, reið hann þá austur sandinn at fjalli einstöku, hljóp af hestinum í fjallit, sýndist þeim þá kynlega við bregða. Sagði svo Sturla síðar at tröllkona tæki þar við Kráki báðum höndum. Sneru þeir þar við aftur ok höfðu hans ekki. Heitir fjall þat síðan Krákur á Sandi, en þeir ætluðu tröllkonuna verið hafa úr Kerling- arfjöllum, er kölluð eru þaðan í austur ok at hon væri dóttir Surts jötuns úr Surtshelli". Frá Eiríki, sem einn Hellismanna er talinn að hafa komizt lífs af (nema ef Krákur er talinn) segir svo í Hellismannasögu: „IComst hann á hest sinn. Hleypti hann þvert yfir hraunið ok komst að jökli þeim, sem síðan er kallaður Eiríksjökull. Er hestur hans kom á brattann var hann þrotinn með öllu. Hnekkti Eiríkur þá með öðrum fæti á gnýpu þá, er síðan er köll- uð Eiriksgnýpa. Hafði hann þar vígi gott ok velti ofan grjóti miklu, svo mörgum lá við meiðslum ok fengu þeir ei sótt hann.“ En Hrólfur úr Geitlandi sótti Eirík nóttina eftir, græddi sár hans og kom honum síðan utan. Þjóðtrúin og þjóðsagnirnar varpa oft sínum töfraljóma yfir það, sem gerzt hefur á þessum heiðum. Og alltaf verður mér hugsað til Skóga- bræðra, sem aukið höfðu áhuga ttiinn fyrir sögum af fjöllunum og gefið þeim töfrablæ í huga mínum. Og nú var ég, unglingurinn, stadd- ur á þessum slóðum, sem sögur Skógabræðra höfðu gert að mínu eftirsótta töfralandi. Þær héldu fyrir mér vöku þarna í tjaldinu við Reykjavatn í heið- ríkri stjörnubjartri haustnóttinni. Úr næturstaðnum við Reykja- vatn stigum við leitarmennirnir árla á hesta okkar og riðum greitt greiðfærar melöldur alla leið aust- ur undir fjallið Krák, sem er ein- stakt móbergsfjall sunnan til á Stóra-Sandi, norð-austan Lang- jökuls. Þar komu til móts við okk- ur álíka margir Vatnsdælir norðan Stóra-Sand. Var nú skipt leitinni á hæð vestan við Krák, en ekkert sáum við til Hellismannsins og tröllkonunnar, þó að glatt væri sólskinið. En Langjökull (Baldjök- ull) glampaði bjartur, skammt sunnan við okkur, en hinn tignar- legi fjallasjóli, Eiríksjökull, sem alls staðar gnæfir yfir Arnarvatns- heiði, hann er nú orðinn allfjærri í vesturátt. „Innst hjá konungs urðarstóli þínum í auðnarveldi ríkir heilög kyrð“ Og hér vorum við um 20 ungir og kátir Borgfirðingar og Vatns- dælir að rjúfa fjallakyrðina með kátum kveðjum og hófahljóði, er við skelltum á skeið 40 þrekmiklum klárum. Leitarstjórinn skipaði einum Vatnsdæling og einum Borgfirðing saman, þegar skipt var leitinni.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.