Dvöl - 01.04.1944, Síða 33
D VÖL
111
endurminningum mínum, þegar ég
sem drengur stóð við hné Ásgríms
gamla heima í dalabænum mínum
og hlustaði á sögur hans frá Arn-
arvantsheiði. — Og þráin sauð í
mér að verða svo stór maður, að
ég gæti farið í leitir á Arnarvatns-
heiði, en faðir minn átti ekki upp-
rekstur þar, svo að vonir mínar
voru á völtum knerri.
Loksins var ég kominn nokkuö
yfir fermingu. En þá var Ásgrímur
orðinn það gamall, að hann var
ánægður með að láta mig fara fyr-
ir sig í Fljótadragaleit.
Nú klæddist ég skinnsokkum og
fékk í nestið magál og þykkar síð-
ur af nýslátruðum sauð og vænt
hangikjötsstykki af sauð frá því
haustinu áður, ásamt öðru góðgæti.
Steig ég svo á bak öðrum hvíta
klár Ásgríms, en teymdi hinn. Áður
en langt var komið bættust nokkrir
ungir menn við, og geröist brátt
mjög glatt á hjalla í hóp okkar.
En nú er ég kominn á Arnar-
vatnsheiði, og skulum við dvelja
þar um stund í anda. Draumurinn
langþráði hefur nú rætzt. Nú var
hinn forni sjóli fjalla, sem mér
hafði orðið starsýnt á í norðaustri
frá æskustöðvum mínum, kominn
i suðurátt. Hvítu klárarnir hans
Ásgríms í Skógum höfðu borið mig
alla þessa leið.
Þótt Eiríksjökull setti mikinn
svip á hérað mitt, bar þó enn meir
á tign hans og svipmóti öllu, er
hann brá yfir þessar víðu, flötu
heiðar, sem liggja fyrir norðan
hann ,eins og „opin bók, er fingur
drottins reit,“ svo viðhöfð séu orð
skáldsins um Borgarfjarðarhérað.
Arnarvatnsheiði er marflatt en
víðáttumikiö heiðaflæmi, er liggur
5—600 metra yfir sjó. Vesturhluti
hennar nefnist Tvídægra. Alls stað-
ar eru grágrýtishraun undir, en
víða eru þau hulin jökulruðningi
og öðru lausagrjóti, eða vötnum og
mýrum. Meira ber á grjótinu aust-
an til í heiðinni, þar er mikið af
melum, urðum og klöppum, og er
grjótið mjög vindnúið. Vestar á
heiðinni er miklu meiri gróður,
einkum á Tvídægru. Þar eru gras-
flóar miklir og margt vatna og
tjarna. Er þar erfitt yfirferðar á
sumrum, því að flóarnir eru fúnir
og grasmiklir. Lyng og víðir er
mjög víða í holtum og ásum og
eru beitilönd þarna bæði stór og
góð.
Norðaustur af Arnarvatnsheiði
liggur Stóri-sandur, en norður af
honum Kúluheiði, en vestar Gríms-
tunguheiði upp af Vatnsdal, Víði-
dalstunguheiði upp af Víðidal og
Aðalbólsheiði, Núpsheiði og Húks-
heiði upp af Miðfirði. En vestast
af öllum þessum heiðum liggur
Holtavörðuheiði. Búfé gengur þarna
saman á heiðunum í tugþúsunda
tali bæði frá Húnvetningum og
Borgfirðingum. Þrífst það með á-
gætum og safnar undra miklum
holdum þann tíma, sem það er
þarna á heiðunum.