Dvöl - 01.04.1944, Side 40

Dvöl - 01.04.1944, Side 40
Gangnamenn í náttstað. A Réttarvatnstanga. Allir sem undanfarin haust höföu verið í Fljótadragaleitum þekktu hvítu klárana hans Ásgríms í Skóg- um. Var það því áreiðanlega vegna þeirra, en ekki vegna þess, sem á á þeim sat, að mér, ásamt dugn- aðarlegum ungum Vatnsdæling, Þorsteini Björnssyni frá Gríms- tungu, var skipað saman og áttum við að fara nyrztir allra, þar sem lengst var leitin. Við leituðum svo niður Fljóta- drögin, sem eru gróðurlitlar mel- öldur, en með lágum háfjalla- gróðri hér og þar við lækjadrög, sem eru upptökin að Norðlinga- fljóti, en sem flest voru nú þurr eftir þurrka sumarsins. Man ég það síðast til okkar Þorsteins Vatnsdælings saman þennan dag, að við lentum undir rökkrið í mikl- um eltingaleik suður með Lang- jökli við rollu með tveim ljómandi fallegum lömbum. Hafði hún slopp- ið um vorið í ullinni og voru gamlir ullarsneplar á henni hér og þar. Sótti hún fast til jökulsins og var auðsjáanlega ófús á að láta fjalla- frelsi sitt fyrr en í fulla hnefana. Loks tókst okkur þó að ná henni, og reyndist hún vera frá Hofi í Vatnsdal. — þó að lítill sé gróð- urinn í Fljótadrögunum, þá er þó féð þar sérstaklega feitt og sællegt. Meðan á eltingaleik okkar Þor- steins stóð við Hofverjana, bjugg- ust hinir leitarmennirnir um í nátt- staðnum í tjöldum á dálítilli gras- sléttu við tjarnarlón neðst í Fljóta- drögunum. Þetta var síðasta nóttin okkar í tjaldi, því að skálar eru vestar á heiðinni, og lágum við í einum þeirra næstu nótt. Var glatt á hjalla þarna á drög- unum um kvöldið. Þetta voru fyrstu kynni mín af Norðlendingum, og féll mér vel við þá, eins og oft síðar. Stofnað var til bændaglímu um kvöldið, og voru allir leitarmenn- irnir þátttakendur. Skiptust Borg- firðingar og Vatnsdælir sínir í hvorn hópinn, og var mikið kapp í beggja liði. Þeir færustu voru valdir úr liði beggja til þess að vera bændur, og varð Runólfur á Kornsá fyrir valinu úr liði Norðan-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.