Dvöl - 01.04.1944, Side 8
36
D V O I
upp á sansana. Það virðist eitthvað
gutla í lögginni."
„Maður guðs og lifandi," sagði
ísak og sparn við tunnunni fæti.
„Hún er sneisafull af ilmandi víni.
En sú miskunn!"
„Við skulum ekki hafa orð um
það, en snúa okkur að efninu,“
sagði Bensi þá.
Og það er ekki að orðlengja. Við
settumst allir að sumbli við glaum
og gleði og drukkum alla nóttina
sleitulaust, ég mest allra. Mikið var,
hvað ég þoldi! En morguninn eftir
sá ég allt tvöfallt, þekkti ekki liti,
tók annan hest í misgripum fyrir
minn og reið af stað. En eigandi
hestsins og fleiri riðu á eftir mér
og báru á mig stuld. Ég mótmælti
og sagði, að hestur væri hestur.
Svo færðu þeir mér minn hest, og
þekkti ég hann þá.“
„Þetta kalla ég ekki að drekka
sér til óbóta,“ sagði ég til að ginna
hann til frekari frásagna.
„Öðru nær“, sagði Karl mikli
af glettni og fjöri. „í þetta sinn
drakk ég mér til bóta og bjargræð-
is. En öðru sinni var ég hætt kom-
inn. Þá lagði ég í Straumá, þar
sem ég kom að henni. En áin var
í vexti með jakahlaupi og langt
frá því að vera reið. Ég lenti af
hestinum og flaut í hálftíma fyrir
straumi, en varð loks bjargað af
Benjamín á Vöðlum og lífgaður við
eftir langa mæðu. Þá var ég hætt-
ast kominn á ævinni, því að vatn-
ið var baneitraður korgur, og lagði
af því megna brennisteinssvækju.
Seinna þann sama dag steyptist
ég í læk einn og hresstist mjög við,
því að það vatn var svalt og hreint.
Um kvöldið féll ég af baki og lá
lengi með fótinn fastan í ístaðinu,
og dró hesturinn mig á eftir sér.“
„Varð þér nokkuð meint við
hnjaskið?“ spurði ég og gat varla
varizt hlátri.
„Og sei sei, nei,“ svaraði Karl,
„það get ég ekki talið. Seinna fékk
ég einskonar kýghósta og hóstaði
upp úr mér sandi og leir nokkurn
tíma.“
Ég sá enga ástæðu til að mót-
mæla þessum óvenjulegu stað-
reyndum. Karl mikli var orðinn
glaðvær og gamansamur, léttur í
spori og ljúfur í viðmóti. Honum
veittist furðu auðvelt að bera sína
þungu byrði. Leiðin sóttist vel.
Stundum fékk hann sér sopa og
bauð mér að dreypa á. En ég var
templari og mátti ekki neyta víns.
Við hvíldum okkur góða stund á
miðri heiðinni. Til þessa hafði
veörið verið sæmilegt, en tók nú
að fjúka og herða frostið.
„Er þér ekki kalt?“ spurði Karl
vingjarnlega og leit á hattkúfinn
minn og harða flibbann.
„Nei,“ svaraði ég ákveðið, en gat
þó ekki varizt hrolli og bretti jakka-
kraganum upp, stóð á fætur og
við héldum áfram. — Veðrið versn-
aði með hverri stundu sem leið.
Mér kólnaði meir og meir. Jafn-
framt fór ég að finna til óvenju-