Dvöl - 01.04.1944, Side 13
dvöl
91
höfðu inni að halda tuttugu og
níu málverk, þ. á m. eftir Matisse,
Picasso, Tiepolo og Franz Hals og
tvö lítil eftir Degas. Þar voru líka
þessi þrjú málverk Michaels.
Hvað sem fyrir kæmi varð að
bjarga þessum málverkum.
Bjarga. — Já, en hvernig átti
að bjarga þeim? Hver vildi taka
það að sér? Michael var í pólska
hernum. Enginn af þeim ættingj-
um eða vinum Wollsteins, sem
hann hefði getað snúið sér til,
hafdi ráðrúm til þess. Þetta olli
áhyggjum hans.
En er hér var komið dundi reið-
arslagið yfir. París féll og vopna-
hlé var samið milli Frakklands og
Þýzkalands, og í skilmálunum var
Það áskilið, að flestir hinna póli-
tísku landflóttamanna í útlend-
ingahersveitunum yrðu afhentir
hjóðverjum. Það var næstum því
Víst, að við Wollstein yrðum á list-
anum.
Nokkrir dagar liðu. Þá bjargaðist
ég úr herbúðunum með hjálp
anaerískra vina, og var komið fyrir
hieð leynd í Marseilles. Þar beið
ég svo eftir tækifæri til þess að
komast út fyrir landamærin.
Það kom að síðustu. Vinir mínir
höfðu séð um það á aðdáunar-
verðan hátt. En ég hafði eina
spurningu fram að bera. Ég spurði
um það, hvort ég mætti taka mann
hieð mér.
hað mundi auka hættuna, var
mér sagt, en samt var ósk mín
veitt að lokum.
Vinir mínir ætluðu að koma
boðum til Wollsteins, útvega hon-
um leyfi til þess að fara til læknis
í Marseilles, og meðan varðmaður-
inn biði hans fyrir utan dyr lækn-
isins, átti hann að komast út um
bakdyr á húsinu og fara til mín.
Þetta gekk allt greiðlega. Það
virtist töfrum líkast, að þarna
skyldi Wollstein vera kominn, hrif-
inn úr herbúðarvörzlunni og kom-
inn í herbergið til mín og farinn
að hlusta á ráðagerðir mínar.
Hann hlustaði með athygli. En
þegar ég lauk máli mínu, hristi
hann þunga, laukmyndaða höf-
uðið.
„Ég er þér mjög þakklátur,“ sagði
hann, „en ég get ekki farið.“
Ég starði á hann og skildi hann
ekki. Ef til vill var það vegna erf-
iðleikanna, sem við mundum mæta,
datt mér í hug. Nei, ekki voru það
erfiðleikar ferðarinnar.
„Þú mátt ekki misskilja mig,“
sagði hann. „Manstu eftir farm-
kvittununum?“
Jú, ég mundi eftir þeim, en samt
var mér þetta ráðgáta. Ég benti
honum á, að hann mætti ekki fórna
lífi sínu fyrir málverkin, hve dýr-
mæt, sem þau væru.
Hann brosti til mín hinu sorg-
mædda og daufa brosi sínu. „Ég
geri það ekki vegna málverkanna
eftir Matisse eða Picasso eða
Tiepolo," sagði hann. „Það er vegna