Dvöl - 01.04.1944, Síða 28
106
henni og farið að hugsa um ein-
hverja aðra. Það væri alveg hræði-
legt. Hún óskaði þess, að hann
væri kominn aftur heill á húfi,
og væri geymdur í gullbúrinu, sem
stóð þarna autt og tilbúið, því að
þegar þernurnar höfðu grafið
dauða páfagaukinn, létu þær búr-
ið vera kyrrt á sínum stað.
Allt í einu heyrði September smá-
tíst rétt hjá eyranu á sér og sá þá,
að litli fuglinn sat á öxl hennar.
Hann hafði komið svo hljóðlega
inn og setzt svo léttilega, að hún
varð hans ekki vör. — Ég var alltaf
að hugsa um það, hvað hefði
getað orðið af þér, sagði prinsess-
an.
— Ég bjóst við því, að þú værir
farin að undrast um mig, sagði
litli fuglinn. Sannleikurinn er sá,
að ég komst með mestu naumind-
um heim í kvöld. Tengdafaðir minn
hélt veizlu, og allir vildu að ég
yrði lengur. En ég óttaðist, að þú
yrðir hrædd um mig.
Af því að svona stóð á, var þetta
mjög hættuleg hreinskilni af litla
fuglinum.
Hjarta September sló mjög þungt,
en hún ákvað samt að hætta ekki
á það að týna litla fuglinum.
Hún rétti fram höndina og tók
fuglinn, því var hann vanur. Hún
hafði gaman af að finna hjarta
hans slá, er hann sat á lófa henn-
ar, og ég hygg, að hann hafi unað
sér vel í hlýjunni frá litlu hönd-
inni. — Fuglinn grunaði því ekkert
D VÖL
og var svo hissa, þegar hún fór
með hann að búrinu og ýtti hon-
um inn í það og lokaði, að hann
sagði ekki orð. En eftir andartak
fór hann að hoppa til og frá á fíla-
beinsstönginni.
— Hvaða leikur er þetta? sagði
hann.
— Þetta er enginn leikur, sagði
September. En sumir kettirnir
hennar mömmu verða á flökti í
kvöld og þú ert miklu áhultari í
búrinu.
— Jæja, mér er alveg sama í
þetta skiptið, en hleyptu mér út í
fyrramálið, sagði litli fuglinn. Hann
át voða góðan kvöldverð og tók
síðan að syngja. En allt í einu hætti
hann í miðju lagi. — Ég veit ekki
hvað gengur að mér, sagði hann,
en mér finnst ég ekki geta sungið
í kvöld.
— Ágætt, sagði September, þá
skaltu bara fara að sofa í staðinn.
Hann stakk höfðinu undir væng-
inn og eftir nokkrar mínútur var
hann sofnaður. September fór líka
að sofa. En í dögun var hún vakin
af litla fuglinum, sem kallaði eins
hátt og röddin leyfði.
— Vaknaðu! Vaknaðu! sagði
hann. Opnaðu dyrnar á búrinu
og hleyptu mér út. Ég ætla aö fara
og fljúga dálítið meðan jörðin er
döggvot.
— Þú hefur það miklu betra,
þar sem þú ert, sagði September.
Þú átt fallegt gullbúr, sem gert
var af bezta smiðnum í ríki föður