Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 23
DVÖL
101
auk sinna venjulegra bústarfa.
Konan verður að mála og vegg-
fóðra stofur sínar, ef hún vill snyrta
þær, og sé von á nýjum kennara,
koma nokkrar konur saman og
taka skólastofunni tak.
Þegar ég var í Dayton, tók unga
fólkið á sig rögg og skreytti kirkj-
una. Við bundum sveiga og festar
úr hvers konar blómskrúði, sem
hægt var að fá í námunda og
skrýddum kirkjuna hátt og lágt.
Við höfðum nauman tíma, því að
þreskivélin var komin af stað í
hringferð sína og brátt kæmi röð-
in að okkur. Uppskeran var að
hefjast; hún er eins og orrusta.
Göö uppskera.
Tíminn er óvinur okkar þá, og
veðrið hefur allt ráð okkar í hendi
sér. Stundum er óvinnandi fyrir
hita, og stundum leggur stormur-
inn bönd á hendur okkar. Þetta
er það, sem leggur áhyggjur á
herðar bóndans. ,
Þreskivélin gengur bæ frá bæ.
Bændurnir hjálpa hver öðrum við
uppskeruna. Ef einhver er orðinn
á eftir með að stakka kornið, koma
hjálpsamir nágrannar með hesta
sína og vagna. Og nú er röðin
komin að okkur. Þreskivélin er
komin — en þó ekki ein í för. Þar
eru einnig ýmsir nágrannnar, því
að þreskingin er framkvæmd í
samvinnu. Og nú er vissara fyrir
húsmóðurina og heimasæturnar að
láta hendur standa fram úr erm-
um, því að þreskidagana eru um
fimmtán til tuttugu menn í fæði
á bænum, og þeir taka hraustlega
til matar síns. Karlmennirnir
verða að borða fyrst — kvenfólkið
á eftir, því að ekki er rúm fyrir
alla í einu. Enginn liggur á liði
sínu, og eftir fáeina daga er korn-
ið þreskt og komið í hlöðu, og hálm-
inum hlaðið í stakk við hlöðuna.
Þá varpar bóndinn öndinni eins
og spretthlaupari sem kominn er
að marki. Nú. er aðeins eftir að
plægja hina gulu akra og sá vetr-
arhveitinu. En þó má ekki gleyma
einu — og unga fólkið gleymir því
sjálfsagt ekki: Haustmarkaðinum.
Bændurnir velja það bezta af
framleiðslu sinni; föngulegustu