Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 45
D VÖL 123 Fyrsta eldfjallið, i't/rrc/aá £ á -ve.'i /t/ fcz'/ s/rr óec/zrz, /¥/7-9 Eitir IVlAttox Miller Bóndinn Dionisio Pulido, sem bjó á lítilli bújörö í ríkinu Micho- acán, 180 mílur vestur af Mexico- borg, er ef til vill eini maðurinn, sem nokkru sinni hefur séð hina raunverulegu myndun eldfjalls, sem er eitt af furðuverkum nátt- úrunnar. Síðla laugardags, 22. júní 1943 hafði Dionisio lokið við að plægja akur sinn og tók sér stundarhvíld. Allt í einu sá hann granna, hvíta reykjarsúlu liðast eins og höggorm upp úr akrinum 50—60 metra í burtu. Ýmislegt nýstárlegt hafði verið að gerast á akrinum þennan merkilega dag, sagði Dionisio. Snemma um morguninn hafði jörðin skolfið reiðilega. Síðar tók hann eftir því, að hann fann ó- venjulegan hita leggja úr plóg- förunum, því að hann var ber- fættur. Síðast sá hann þennan undarlega reyk. Þegar hann gekk hær til að rannsaka hann nánar, heyrði hann hvell, sem líktist því, er tappi er tekinn úr heljarstórri flösku. Reykjarsúlan varð stöðugt hærri og fyrirferðarmeiri og skyndilega þeyttist hún hátt í loft upp. Dionisio flýtti sér heim yfir ukrana til þess að sækja konu sína. Pulidohjónin sáu kornakurinn sinn aldrei framar. MeðanDionisio var að hughreysta konu sína og fá hana til að koma með sér, kom ofsalegur jarðskjálfti. Jarðskjálfta- mælar í New York, 2250 mílur í burtu, mældu hann. Dionisio skreiddist út úr bæjarrústunum og leit yfir akrana. Akurinn var eitt eldhaf, sem kastaði stórum björg- um og sandi í tonnatali upp í loftið. Þegar Pulidohjónin höfðu við illan leik komizt yfir skjálfandi jörðina til næsta þorps, sem heit- ir Paracutin, var þorpið eins og vígvöllur. Vegurinn var fullur af óttaslegnu fólki, sem var á flótta undan dauðanum, og hafði hrúg- að ábreiðum og sjölum úttroðnum af alls kyns munum á vagna. Það dimmdi ekki í Paracutin, ,því að eldfjallið, þar sem búgarð- ur Dionisio Pulido hafði staðið, lýsti nú upp alla sveitina, þrátt fyrir þykkan mökk af reyk og brennisteinsgufu. Flöktandi eld- tungur smugu loftið og hvítgló- andi steinar þeyttust í þúsund feta hæð. Jörðin var eins og haf- alda, sem ýmist rís eða fellur, með- an á þessum skelfilegu eldsumbrot- um stóð. Hávaðinn var líkastur því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.