Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 34
112 Svo eru þessar heiðar flatar, að lækir renna sitt á hvað um þær í ýmsar áttir, en loks falla þó all- mikil vötn af heiðunum ofan í Hvítársíðu, Þverárhlíð, Hrútafjörö og Miðfjörð. Stöðuvötn og tjarnir þarna á heiðunum hafa löngum verið sagð- ar eitt af þrennu, sem óteljandi væri á íslandi. Telur Þorvaldur Thoroddsen, að vötnin hafi aö- rennsli frá Langjökli. Arnarvatn stóra og Réttarvatn eru einna þekktustu vötnin. Eru þau skammt hvort frá öðru á sýslumerkjum. Arnarvatn stóra, sem liggur á miðri heiðinni um 600 m. yfir sjó, er stærst allra vatnanna. Er það 7—8 km. á lengd en um 4 km. á breidd. Úlfsvatn á Tvídægru er annaö stærsta vatnið. Það er um 7—8 km. á lengd, en um 2 km. á breidd. Öll eru vötnin grunn, oftast um tvo metra á dýpt. Arnarvatn er t. d. víðast um 2 metra á dýpt, en um 4 metra þar sem dýpið er mest. í flestum vötnunum er mikið af silungi og hafa löngum verið stund- aðar veiðar i ýmsum þeirra og oft veiðzt vel. Hefur það verið venja manna í Hvítársíðu ofan- verðri og Hálsasveit, að fara til silungsveiða upp á Arnarvatnsheiði og liggja þar við um tíma. Mest er veiðin í hinum stærri vötnum og hefur oft verið ágætt búsílag. Mest hefur netaveiði verið stund- uð, en þó var fyrr á tímum einnig stunduð allmikil dorgarveiði gegn- ÖVÖL um ís. Á síðustu tímum hafa kaup- staðarbúar einnig stundum lagt leið sína upp á Arnarvatnsheiði og stundað þar stangaveiði. Grasaferðir voru mjög farnar fyrr á árum á Arnarvatnsheiði. Er þar gnægð fjallagrasa, og ýmsar sérstaklega góðar tegundir þeirra. Fjallagrösin eru þrjú ár að vaxa og því ekki farið nema á þriggja ára fresti til grasa á sama stað. Eldra fólk hef ég oft heyrt segja frá grasaferðum, og margt hefur sagt, að þær hafi verið einhverjar ánægjulegustu stundir í lífi þess. Grasatínsla var almennt stunduö fram eftir síðasta aldarfjórðungi 19 aldarinnar og var verulegur þáttur í fæðuöflun manna. Arn- arvatnsheiði var eitthvert allra víðáttumesta og bezta grasaland, sem til var. Almennast var farið í grasa- ferðirnar rétt fyrir slátt, og þá með nesti, reið- og áburðarhesta, tjöld og aðrar nauðsynjar. Þegar sólskin og þurrkar voru, var erf- itt að tína grösin, og var þá helzt tínt á nóttunni. Heyrði ég kon- ur segja frá því, hve indælt og ævintýralegt hefði verið á Arnar- vatnsheiði, einkum um sólarupp- risu. Mesti urmull alls konar fugla er á heiðinni m. a. mjög mikill fjöldi svana, sem synda tignarlegir og alfrjálsir með sinn hvíta háls á heiðarvötnum bláum. Söngur fuglanna á heiðinni er aldrei eins mikill og hrífandi eins og fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.