Dvöl - 01.04.1944, Side 34

Dvöl - 01.04.1944, Side 34
112 Svo eru þessar heiðar flatar, að lækir renna sitt á hvað um þær í ýmsar áttir, en loks falla þó all- mikil vötn af heiðunum ofan í Hvítársíðu, Þverárhlíð, Hrútafjörö og Miðfjörð. Stöðuvötn og tjarnir þarna á heiðunum hafa löngum verið sagð- ar eitt af þrennu, sem óteljandi væri á íslandi. Telur Þorvaldur Thoroddsen, að vötnin hafi aö- rennsli frá Langjökli. Arnarvatn stóra og Réttarvatn eru einna þekktustu vötnin. Eru þau skammt hvort frá öðru á sýslumerkjum. Arnarvatn stóra, sem liggur á miðri heiðinni um 600 m. yfir sjó, er stærst allra vatnanna. Er það 7—8 km. á lengd en um 4 km. á breidd. Úlfsvatn á Tvídægru er annaö stærsta vatnið. Það er um 7—8 km. á lengd, en um 2 km. á breidd. Öll eru vötnin grunn, oftast um tvo metra á dýpt. Arnarvatn er t. d. víðast um 2 metra á dýpt, en um 4 metra þar sem dýpið er mest. í flestum vötnunum er mikið af silungi og hafa löngum verið stund- aðar veiðar i ýmsum þeirra og oft veiðzt vel. Hefur það verið venja manna í Hvítársíðu ofan- verðri og Hálsasveit, að fara til silungsveiða upp á Arnarvatnsheiði og liggja þar við um tíma. Mest er veiðin í hinum stærri vötnum og hefur oft verið ágætt búsílag. Mest hefur netaveiði verið stund- uð, en þó var fyrr á tímum einnig stunduð allmikil dorgarveiði gegn- ÖVÖL um ís. Á síðustu tímum hafa kaup- staðarbúar einnig stundum lagt leið sína upp á Arnarvatnsheiði og stundað þar stangaveiði. Grasaferðir voru mjög farnar fyrr á árum á Arnarvatnsheiði. Er þar gnægð fjallagrasa, og ýmsar sérstaklega góðar tegundir þeirra. Fjallagrösin eru þrjú ár að vaxa og því ekki farið nema á þriggja ára fresti til grasa á sama stað. Eldra fólk hef ég oft heyrt segja frá grasaferðum, og margt hefur sagt, að þær hafi verið einhverjar ánægjulegustu stundir í lífi þess. Grasatínsla var almennt stunduö fram eftir síðasta aldarfjórðungi 19 aldarinnar og var verulegur þáttur í fæðuöflun manna. Arn- arvatnsheiði var eitthvert allra víðáttumesta og bezta grasaland, sem til var. Almennast var farið í grasa- ferðirnar rétt fyrir slátt, og þá með nesti, reið- og áburðarhesta, tjöld og aðrar nauðsynjar. Þegar sólskin og þurrkar voru, var erf- itt að tína grösin, og var þá helzt tínt á nóttunni. Heyrði ég kon- ur segja frá því, hve indælt og ævintýralegt hefði verið á Arnar- vatnsheiði, einkum um sólarupp- risu. Mesti urmull alls konar fugla er á heiðinni m. a. mjög mikill fjöldi svana, sem synda tignarlegir og alfrjálsir með sinn hvíta háls á heiðarvötnum bláum. Söngur fuglanna á heiðinni er aldrei eins mikill og hrífandi eins og fyrst

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.