Dvöl - 01.04.1944, Síða 65
D VÖL
143
eftir að gefa honum haga hönd. Sveinn
Pálsson hefur, sem faðir hans, verið „fjöl-
smiður“.... Hann var hið mesta karl-
menni, djarfur fram í efstu elli, leggur
sífellt á hættur og háskavöð, ekki af létt-
úð né fífldirfsku, heldur með varúð, af
skyldurækni og nauðsyn. Og hann er alla
œvi andlega sinnaður, íhugar, athugar
og semur ritgerðir fram undir andlátið.
Og honum virðist veitast jafnlétt að fást
við lækningar, náttúruvísindi og mannleg
rök. í hugarboga hans eru sterk skaphöfn
og siðferðilegur styrkur undin í sama
streng, er lífinu tókst ekki að rekja sund-
ur. En sterk skaphöfn og góð skaphöfn,
stórleikur og vöndugleikur, mikilmennska
og göfugmennska fara eigi ávallt saman,
sem saga mannkynsins segir margan
raunaþátt af. Þótt hið mesta mótlæti
gnýi fast á honum, stendur hann fastur
sem fjallshnjúkur. Og þótt hann færi var-
hluta af þeim vísindaframa, er hann var
hiaklegur til og hafði unnið til, gekk hann
ókalinn á hjarta, með virðing og dáðum
settan skjöld inn um hið mikla sáluhlið."
Sigurður Guðmundsson bendir á það í
formála sínum, að nauðsyn sé á heildar-
útgáfu af ritum Sveins Pálssonar. Er það
hverju orði sannara. Nú er út komin
ferðabók Eggerts og Bjarna, allsnyrtilega
hr garði gerð, þótt útgerðin hefði mátt
vera með meiri höfðingsbrag. En Sveinn
hggur að mestu óbættur hjá garði. Væri
bað mannsbragð mikið af röskum útgef-
anda að hrinda þessari hugmynd í fram-
hvaamd, heiðra með því minningu ein-
hvers fágætasta vísindamanns þjóðar
vorrar, og setja honum þann bautastein,
sem of lengi hefur láðst að reisa. G. G.
James Harpole: S p ít al alí f. Dr.
Gunnl. Claessen þýddi. ísafoldar-
prentsmiðja h.f. — Reykjavík 1944.
Þetta er önnur bókin, sem dr. Gunnl.
claessen þýðir eftir þennan höfund. Hin
fyrri nefndist „Úr dagbókum skurðlækn-
ls“ og kom út fyrir tveimur árum, einnig
á forlagi ísafoldarprentsmiðju. Báðar
fjalla um sama efni: störf og viðfangs-
efni lækna, sjúkdóma og slys og bjargráð
læknanna, þegar þann vanda ber að
höndum.
„Spítalalíf" getur ekki talizt til stór-
brotinna bókmennta, enda vafalaust ekki
gerð krafa til þess. En þetta er læsileg
bók og viðfelldin. Hún gefur allgóða inn-
sýn í þann heim, þar sem háð er barátta
um mannslífin og oft teflt á tæpasta vað-
ið. Frásögn höfundarins er ljós og snurðu-
laus og framsetningin við alþýðuhæfi.
Hann velur ýmis dæmi úr læknisreynslu
sinni til frásagnar og fjallar um efnið
af varfærni og alúð. — Þýðingin er á lipru
máli, ytri frágangur snotur en nokkrar
misfellur á prófarkalestri, þó ekki stór-
vægilegar. V. J.
Fjallið og draumurinn eftir Ólaf
Jóh. Sigurðsson. Útg. Heimskringla.
Ólafur Jóhann Sigurðsson er í hópi
hinna yngstu rithöfunda okkar. Munu
afköst hans einsdæmi af svo ungum
manni. Hann hóf rithöfundarferil sinn
með því að skrifa unglingabækur og gat
sér hinn bezta orðstír fyrir þá iðju. Pyrsta
bók hans, sem ætluð var hinum fullorðnu,
var skáldsagan Skuggarnir af bænum, og
kom út árið 1936. Gaf hún dágóðar vonir
um hinn unga rithöfund, og munu fáir
íslenzkir rithöfundar á aldri Ó. J. S. hafa
sent öllu tilþrifameira byrjandaverk á
lesmarkaðinn til þessa. Þó var bók þessi
raunar með augljósum byrjandabrag. Næst
kom frá hans hendi árið 1940 skáldsagan
Liggur vegurinn þangað? er hlaut ómilda
dóma. Bar hún mjög svip ýmissa þekktra
rithöfunda erlendra og innlendra og var
fjarri því að vera heilsteypt ritverk. Raun-
ar báru ýmsir kaflar þessarar bókar glöggt
vitni um marga kosti, sem vel hefði mátt
geta, jafnframt gallanna. Mál og stíll
bókarinnar var með glæsibrag og margar
lýsingar hennar frábærar af svo ungum
manni. Árið 1942 kom svo frá hendi Ó. J.