Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 55
D VÖL
133
arnir eru nú svo sem engir kjölturakkar,“ sagði hann. Karl Tiflín hataði
alla linku og veiklun og hafði drjúga fyrirlitningu á öllu volgri.
Móðir Jóa setti steikarafat á borðið og soðnar kartöflur og kál, sem
fyllti herbergið af gufu. Þeir settust og fóru að snæða. Karl Tiflín var
enn að nöldra um þessa linku í mönnum og skepnum fyrir alltof mikið
dekur.
Billi Búkk var sár yfir að honum skyldi skjátlast. „Breiddirðu dúk á
hann?“ spurði hann.
„Nei, ég fann engan dúk. Ég lagði poka á bakið á honum.“
„Við förum þá og breiðum á hann þegar við erum búnir að borða.“
Billa hægðist við þetta. Þegar faðir Jóa hafði fært sig að eldinum og
móðir hans var farin að þvo upp, þá fann Billi sér lukt og kveikti á henni.
Þeir Jói ösluðu svo forina niður að hesthúsinu. Húsiö var dimmt og hlýtt
og notalegt. Hrossin voru enn að muðla kvöldgjöfina. „Haltu á luktinni,"
skipaði Billi. Svo þreifaði hann um fætur hestsins og prófaði hitann á
síðunum. Hann lagði kinnina við gráan flipa hestsins, og síðan bretti
hann upp augnalokunum til að skoða augnasteinana, og hann opnaði
munninn til að rannsaka tannholdið, og hann boraði fingrunum inn í
eyrun. „Hann er eitthvað dauflegur," sagði Billi. „Ég ætla nú að nudda
hann duglega.“
Svo fékk Billi sér poka og neri fætur hestsins ákaflega, og hann
nuddaði líka brjóstið og herðakambinn. Gabílan var undarlega fjör-
laus. Hann umbar nuddið með þolinmæði. Að síðustu kom Billi með
gamlan bómullardúk úr reiðtygjaskemmunni, og fleygði honum yfir bak-
ið á hestinum og batt hann um hálsinn og brjóstið með snæri.
„Nú verður hann gallhraustur á morgun,“ sagði Billi.
Móðir Jóa leit upp þegar hann kom aftur inn í bæinn. „Ósköp ertu
stúrinn,“ sagði hún. Hún tók hendinni undir hökuna á honum og
strauk hár hans frá augunum og sagði: „Gerðu þér enga rellu út af hest-
inum. Hann verður í fullum færum. Billi er eins góður og bezti dýra-
læknir.“
Jóa hafði ekki grunað að hún gæti séð armóð hans. Hann losaði sig
baeð hægð úr höndum hennar og kraup niður við eldavélina, unz hann
boldi ekki við lengur fyrir hita á maganum. Þá stóð hann hvatlega á
fætur og fór í rúmið, en það var erfitt að festa svefninn. Hann vaknaði
eftir langan tíma að honum fannst. Stofan var dimm en það var grámi
á glugganum eins og kemur rétt fyrir dögunina. Hann steig fram úr og
fann samfestinginn og þreifaði eftir skálmunum, og þá sló klukkan í