Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 43

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 43
DVÖL 121 Mér kom skyndilega til hugar, að hér væri eitthvert hrekkjabragð á ferðum, rétt eins og þegar hundur finnur, að verið er að leika á hann. En ég 4ét ekki á neinu bera, hvorki í orðum né framkomu. Mér virtust allir vera eitthvað grunsamlegir og leit tortrygginn framan í þjónana. Klukkustundirnar liðu til hátta- tíma, og allt heimilisfólkið kom til þess að fylgja mér til herbergis míns. En hvers vegna? — Það sagði við mig: „Góða nótt.“ Ég gekk inn í herbergið, lokaði hurðinni og staðnæmdist síðan með kertið í hendinni. Ég heyrði hlátur og ' hvísl frammi á ganginum. Eflaust var verið að njósna um mig. Ég lýsti á veggina, húsgögnin, loftið, vegg- tjöldin og gólfið. En ég sá ekkert, sem réttlætti grun minn! Ég heyrði til einhvers fyrir utan dyrnar. Ég efaðist ekki um, að verið var að gægjast inn um skráargatið. Þá datt mér nokkuð í hug: „Kertið hlýtur innan skamms að brenna upp, og ég verö í myrkri.“ Þá gekk ég yfir að arinhyllunni og kveikti á öllum kertunum, sem þar voru. Síðan svipaðist ég aftur um, en án þess að sjá nokkuð grun- samlegt. Ég gekk um, hægum skref- um, og athugaði herbergið vand- lega. En árangurslaust. Ég athug- aði hvern einasta hlut, einn af öðr- um, þrátt fyrir það: — ekkert óeðlilegt. Ég gekk út að gluggan- um. Gluggahlerarnir — stórir hler- ar úr tré — voru opnir. Ég lok- aði þeim með mikilli varkárni, og dró síðan flosmjúk gluggatjöldin fyrir. Síðan setti ég stól fyrir fram- an þau, svo sem til þess að þurfa ekki að hræðast neitt utan frá. Svo _settist ég gætilega niður. Armstóllinn virtist vera nægilega traustur. Ekki áræddi ég að fara í rúmið, þótt komin væri nótt, og að lokum komst ég að þeirri nið- urstöðu, að ég væri mesta flón. Ef verið væri að njósna um mig, eins og ég hélt, myndu þeir, sem hefðu undirbúið allt saman, hlæja sig máttlausa vegna hræðslu minn- ar, á meðan þeir biðu eftir árangr- inum. Þess vegna ákvað ég að leggjast til svefns. — En leit ekki rúmið einkar grunsamlega út? Ég dró rekkjutjöldin til hliðar. Það virtist vera allt í lagi með þau. En samt sem áður: Þarna var víst einhver hættan á ferðum. Kannske myndi ég verða fyrir kaldri gusu að ofan, og ef til vill myndi ég falla niður um rúmbotninn og niður á gólf, um leið og ég teygði úr mér. Ég rifjaði upp fyrir mér öll þau hrekkjabrögð, sem ég hafði orðið fyrir. Og ég kærði mig ekkert um að lenda í gildru. Nei, vissulega ekki, — vissulega ekki. En skyndi- lega kom mér til hugar ein var- úðarráðstöfun, sem mér fannst hljóta að gera mig öruggan. Ég tók varlega öðrum megin í undir- sængina og dró hana til mín. Hún lét undan og rekkjuvoðin og önn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.