Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 57
dvöl
135
að hann gæti haldið göngunni endalaust áfram og næði aldrei heim til
bæjarins.
Billi var i hesthúsinu, eins og hann hafði lofað, og hesturinn var
lakari. Augun máttu nú heita lokuð, og við andardráttinn hvein í hálf-
stífluðum nösunum. Það sem sást af augunum var hulið slikju. Það
var efamál að hesturinn sæi nokkuð lengur. Við og við frýsaði hann til
að reyna að hreinsa nasirnar, en virtist aðeins gera þær enn blindari
með því. Jói horfði hugsjúkur á rauða feldinn hans. Hárið var úfið og
ókembt og virtist hafa misst allan ljómann. Bill stóð þögull aftan við
básinn. Jói vildi ekki spyrja, en hann varð þó að fá einhverja vitneskju.
„Billi, verður hann — verður hann frískur aftur?“
Billi stakk hendinni milli rimlanna og þreifaði á hálsi hestsins.
„Pinndu hérna,“ sagði hann og bar fingur Jóa að stórum hnúð neðan
á hálsinum. „Þegar hann stækkar, þá sker ég í hann og þá batnar hon-
um.“
Jói leit snöggt undan, því hann hafði heyrt talað um þennan hnúð.
„Hvað er eiginlega að honum?“
Billa var ekki ljúft að svara, en hann mátti til. Honum mátti ekki
skjátlast þrisvar í röð.
„Andarteppa,“ sagði hann stuttaralega, „en hafðu engar áhyggjur
af því. Ég skal losa hann við hana. Ég hef vitað þá ná sér aftur, þó þeir
væru verri en Gabílan er. Ég ætla nú að gefa honum gufupokann. Þú
getur hjálpað mér.“
„Já,“ sagði Jói beygður. Hann elti Billa inn i hlöðuna og horfði á hann
útbúa gufupokann. Það var djúpur hauspoki úr striga með böndum
til að hnýta yfir höfuðið á hestinum. Billi fyllti hann að einum þriðja
af sáðum og bætti síðan við tveim hnefum af þurrkuðum humlaköngl-
um. Ofan á þetta hellti hann dálitlu af karbólsýru og ögn af terpen-
tínu. „Ég hræri þetta saman meðan þú skýzt heim eftir katli með sjóð-
andi vatni,“ sagði Billi.
Þegar Jói kom aftur með sjóðheitt vatnið, hnýtti Billi pokaböndin yfir
böfuðið á Gabílan og batt pokaopið þétt að múlanum. Svo hellti hann
beita vatninu á blandið í pokanum inn um gat á hliðinni. Hesturinn tók
bipp um leið og mökkur af sterkri gufu gaus upp. En svo barst hinn
sterki og deyfandi eimur upp nasirnar og niður í lungu, og þá tók að
tosna um slímið í nösunum. Hann andaði með sogi. Fæturnir titruðu
aí hrolli, og augun lokuðust fyrir brennandi gufunni. Billi bætti vatni
i Pokann og hélt þannig gufunni við í fimmtán mínútur. Loksins lagði