Dvöl - 01.04.1944, Síða 41

Dvöl - 01.04.1944, Síða 41
E> VÖL 119 manna, en Jóhannes á Sturlu- Reykjum úr liöi Sunnanmanna. Báðir ágætir glímumenn, og urðu þeir að keppa sjálfir um úrslita- heiðurinn, þegar allt lið þeirra var fallið í valinn. Hitnaði mönnum vel við glímuna, bæði á sál og likama, enda veitti ekki af, því að kalt var þarna bak við jöklana. Þó að hiti hefði verið daginn áður, fraus svo um nóttina, að mann- heldir voru pollar að morgninum umhverfis tjaldstaðinn. Næsta dag rákum við féð áleiðis til Réttarvatns, og þar var það, ásamt fleiru fé, dregið í sundur á tanga, sem gengur út í vatnið. Þangað komu Miðfirðingar, Víð- dælir og Borgfirðingar, sem leitað höfðu Tvídægru, auk okkar, sem komum af Fljótadrögunum. Það var því fjöldi manna, sem kom sam- an þarna í Réttarvatnstanga. Þar voru engin mannvirki, en mynduð var rétt af mönnum utan um fjár- safnið, þar sem vatnið dugði ekki til. Það hefur nú verið sagt, að bienn hafi stundum fengið sér all- Vel úr nestispelanum í Réttarvatns- tanga, en enginn fékk sér í þetta sinn afvötnun í vatninu af þeim orsökum, eins og sögur eru um að komið hafi fyrir. Margir kannast hi. a. við söguna af einum mesta °g ágætasta hestamanni Húnvetn- ibga, sem reið vel þéttur út í vatn- ið til að stytta sér leið, af því að vatnið er nokkuð krókótt, og komst yfir það, en var þá alveg ófullur, þegar upp úr kom! Fjársafn okkar Borgfirðinga stækkaði alltaf eftir því sem nær dró byggðinni. 30 leitarmenn hó- uðu, 30 hundar geltu og 60 hestar brokkuðu. Loks var fjársafnið orð- ið að hvítum breiðum. sem liðuð- ust áfram um hæðir og hlíðar, unz niður að Fljótstungurétt var komið. Nokkrum árum seinna, þegar ég fór gangandi í seinustu leit á vest- urhluta heiðarinnar, var ólíkt tóm- legra en í þetta sinn. Þá var komið að veturnóttum, allir fuglar horfn- ir nema rjúpur og snjótittlingar. Þá var það aðallega okkar kæri, glaðværi Markús úr Hvítársíðunni, sem hélt uppi glaðværð og sögum, þótt um nokkuð einhliða efni væri. f fyrstu leit (Fljótadrögin eru aðeins leituð einu sinni) ber mest á álftunum um alla heiðina. Alls staðar eru þær syndandi á vötn- unum, eða fljúgandi milli þeirra og sísyngjandi. Hér á vel við að syngja Bláfjallageimur með heið- jöklahring: Tröllakirkja tignarleg í vestri, Húnavatnssýslufjöllin í norðri, Krákur í austri og í suðri Langjökull, Eiríksjökull og vestast Okið, með „silfurbreðann skæra,“ sem sést vestantil af heiðinni. Hér um heiðarnar var fjölfarinn ferðamannavegur í gamla daga. Þá fór fjöldi kaupafólks af Suðurnesj- um norður í Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Þegar ég var drengur

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.