Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 6

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 6
84 D V Ö Ii hann, „Karl Friðfinnssoh, af flest- um kallaður Karl mikli.“ „Veglegt er kenningarnafnið, ekki vantar það,“ svaraði ég háðs- lega. „Og samt ber hann það sannar- lega með rentu, ekki síður en keis- arinn frægi, fyrirrennari hans. Karl Friðfinnsson á Urriðalóni er hetja, sem ekki kann að hopa eða hræð- ast. Hann bjargar einn undan brimi tólf álna trjám, sundríður lónið, hvernig sem viðrar, og verður aldrei misdægurt." „Qg það þakkar þú brennivín- inu!“ sagði ég. „Nei. En ekki hefur það getað drepið úr honum alla dáð, eins og þið segið, að það geri, bindindis- postularnir,“ svaraði læknirinn. „Karl er heljarmenni þrátt fyrir vindrykkjuna, en ekki vegna henn- ar, því að sannast sagt er hún ljóð- ur á ráði hans.“ „Mikið var,“ sagði ég. „Já, Karli þykir óvenju gott í staupinu. Ölvaður kann hann sér ekki hóf, hvorki í orðum né at- höfnum, digurmælum né dirfsku. En sveitungar hans geta ekki dulið aðdáun sína á afarmenninu. Karli mikla verður sjaldan aflfátt. Hann kiknar ekki undir þungum byrðum og verður aldrei þreyttur.“ Mér var nú runnin reiðin og farið að leika hugur á að sjá garp- inn og tala við hann. Ég lét þá löngun mína ótvírætt í ljós við lækninn. Skyndilega var sem hann rankaði við sér og sagði: „Vel á minnst, Karl mikli er víst staddur hér í bænum núna og ætl- ar upp yfir fjall á morgun eins og þú. Þar færðu tilvalinn fylgdar- mann.“ „Vonandi kemst ég nú hjálpar- laust og án allrar fylgdar yfir fjall- ið,“ sagði ég stuttur í spuna. „En vel má ég verða honum samferða, ef hann vill og er ekki út úr drukk- inn.“ „Karl mikli drekkur sér aldrei til óbóta,“ anzaði læknirinn. „Það skal ég ábyrgjast — og koma þér í samband við hann.“ Að svo mæltu símaði læknirinn tafarlaust í húsið, þar sem Karl gisti venjulega í kaupstaðarferð- um, og spurði eftir honum. Jú, grunur læknisins reyndist vera á rökum byggður. Karl mikli var þar þá staddur, ætlaði upp yfir daginn eftir og hafði ekkert á móti sam- fylgd minni. Ákveðið var, hvar og hvenær við skyldum hittast og leggja upp. Það var útrætt mál. Við Tryggvi ræddum saman í bróð- erni, það sem eftir var kvöldsins, og rifjuðum upp minningar frá skólaárunum. Næsta morgun reis ég árla úr rekkju, kvaddi læknishjónin með virktum og gekk til fundar við Karl mikla á tilsettum tíma. Mér varð starsýnt á manninn, þar sem hann stóð ferðbúinn, klæddur seglstakki utan yfir duggarabandspeysu, með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.