Dvöl - 01.04.1944, Síða 6

Dvöl - 01.04.1944, Síða 6
84 D V Ö Ii hann, „Karl Friðfinnssoh, af flest- um kallaður Karl mikli.“ „Veglegt er kenningarnafnið, ekki vantar það,“ svaraði ég háðs- lega. „Og samt ber hann það sannar- lega með rentu, ekki síður en keis- arinn frægi, fyrirrennari hans. Karl Friðfinnsson á Urriðalóni er hetja, sem ekki kann að hopa eða hræð- ast. Hann bjargar einn undan brimi tólf álna trjám, sundríður lónið, hvernig sem viðrar, og verður aldrei misdægurt." „Qg það þakkar þú brennivín- inu!“ sagði ég. „Nei. En ekki hefur það getað drepið úr honum alla dáð, eins og þið segið, að það geri, bindindis- postularnir,“ svaraði læknirinn. „Karl er heljarmenni þrátt fyrir vindrykkjuna, en ekki vegna henn- ar, því að sannast sagt er hún ljóð- ur á ráði hans.“ „Mikið var,“ sagði ég. „Já, Karli þykir óvenju gott í staupinu. Ölvaður kann hann sér ekki hóf, hvorki í orðum né at- höfnum, digurmælum né dirfsku. En sveitungar hans geta ekki dulið aðdáun sína á afarmenninu. Karli mikla verður sjaldan aflfátt. Hann kiknar ekki undir þungum byrðum og verður aldrei þreyttur.“ Mér var nú runnin reiðin og farið að leika hugur á að sjá garp- inn og tala við hann. Ég lét þá löngun mína ótvírætt í ljós við lækninn. Skyndilega var sem hann rankaði við sér og sagði: „Vel á minnst, Karl mikli er víst staddur hér í bænum núna og ætl- ar upp yfir fjall á morgun eins og þú. Þar færðu tilvalinn fylgdar- mann.“ „Vonandi kemst ég nú hjálpar- laust og án allrar fylgdar yfir fjall- ið,“ sagði ég stuttur í spuna. „En vel má ég verða honum samferða, ef hann vill og er ekki út úr drukk- inn.“ „Karl mikli drekkur sér aldrei til óbóta,“ anzaði læknirinn. „Það skal ég ábyrgjast — og koma þér í samband við hann.“ Að svo mæltu símaði læknirinn tafarlaust í húsið, þar sem Karl gisti venjulega í kaupstaðarferð- um, og spurði eftir honum. Jú, grunur læknisins reyndist vera á rökum byggður. Karl mikli var þar þá staddur, ætlaði upp yfir daginn eftir og hafði ekkert á móti sam- fylgd minni. Ákveðið var, hvar og hvenær við skyldum hittast og leggja upp. Það var útrætt mál. Við Tryggvi ræddum saman í bróð- erni, það sem eftir var kvöldsins, og rifjuðum upp minningar frá skólaárunum. Næsta morgun reis ég árla úr rekkju, kvaddi læknishjónin með virktum og gekk til fundar við Karl mikla á tilsettum tíma. Mér varð starsýnt á manninn, þar sem hann stóð ferðbúinn, klæddur seglstakki utan yfir duggarabandspeysu, með

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.