Dvöl - 01.04.1944, Page 26
104
DVÖL
og gleymdi meira að segja því, að
hún hafði engan kvöldverð fengið.
— Þetta var yndislegur söngur,
sagði hún. Litli fuglinn hneigði
sig fyrir henni, því að listamenn
eru auðvitað mjög kurteisir.
— Mundir þú vilja fá mig í stað
páfagauksins þíns? sagði litli fugl-.
inn. Ég er að vísu ekki eins fallegur,
en ég hef miklu fegurri rödd.
September prinsessa klappaði
saman lófunum af ánægju, en litli
fuglinn settist á rúmbríkina hjá
henni og söng, unz hún sofnaði.
Þegar hún vaknaði næsta morg-
un, sat litli fuglinn þar ennþá, og
um leið og hún leit upp, bauð hann
henni góðan daginn. Þernurnar
færðu henni morgunverðinn, og
fuglinn át hrísgrjón úr lófa henn-
ar og baðaði sig í undirskálinni
hennar. Hann drakk úr henni líka.
Þernunum fannst það ekki kurteis-
legt að drekka baövatnið, en prins-
essan sagði, að þetta væri eðlis-
einkunn listamannsins. Þegar hann
hafði lokið morgunverði, tók hann
að syngja aftur, svo yndislega, að
þernurnar voru agndofa af undr-
un, því að þær höfðu aldrei áður
heyrt neitt þessu líkt. September
prinsessa var líka mjög hrifin og
hamingjusöm.
— Nú ætla ég að sýna þig systr-
um mínum, sagði hún. Hún rétti
út einn fingurinn á hægri hendi,
svo að hann var eins og prik, og
litli fuglinn kom og settist á hann.
Síðan fór hún um höllina og þern-
urnar fylgdu henni. Hún heimsótti
systur sínar, hverja á eftir ann-
arri, byrjaði á Janúar — því að
hún kunni alla hirðsiði og virti þá
— og endaði á Ágúst. Fuglinn söng
sinn sönginn fyrir hverja þeirra.
En páfagaukarnir gátu aðeins sagt:
„Guð varðveiti konunginn" og
„Fagra Polly.“ Síðast fór hún með
fuglinn til foreldra sinna, sem urðu
bæði undrandi og hrifin.
— Fuglinn syngur miklu betur
en páfagaukarnir, sagði konung-
urinn.
— Ég hefði haldið, að þú yrðir
þreyttur á að heyra páfagaukana
segja alltaf „Guð varðveiti kon-
unginn,“ sagði drottningin. Ég get
ekki skilið, hvers vegna stúlkurnar
vildu endilega láta páfagaukana
segja þetta.
— Þetta er gullfalleg setning, og
ég hirði því ekki um, þótt ég heyri
hana oft. En ég þreytist á því að
heyra þessa páfagauka segja:
„Fagra Polly.“
— En þeir segja það á sjö mis-
munandi tungumálum, sögðu dæt-
urnar.
— Þaö er rétt, sagði konungur-
inn, en það minnir mig einmitt
alltof mikið á ráðgjafa mína. Þeir
segja það sama á sjö mismunandi
vegu og meina aldrei neitt með því,
hvernig sem þeir segja það.
Prinsessurnar urðu mjög móðg-
aðar af vitnisburði föður síns, og
páfagaukarnir virtust vera í illu
skapi, sem von var..