Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 26
104 DVÖL og gleymdi meira að segja því, að hún hafði engan kvöldverð fengið. — Þetta var yndislegur söngur, sagði hún. Litli fuglinn hneigði sig fyrir henni, því að listamenn eru auðvitað mjög kurteisir. — Mundir þú vilja fá mig í stað páfagauksins þíns? sagði litli fugl-. inn. Ég er að vísu ekki eins fallegur, en ég hef miklu fegurri rödd. September prinsessa klappaði saman lófunum af ánægju, en litli fuglinn settist á rúmbríkina hjá henni og söng, unz hún sofnaði. Þegar hún vaknaði næsta morg- un, sat litli fuglinn þar ennþá, og um leið og hún leit upp, bauð hann henni góðan daginn. Þernurnar færðu henni morgunverðinn, og fuglinn át hrísgrjón úr lófa henn- ar og baðaði sig í undirskálinni hennar. Hann drakk úr henni líka. Þernunum fannst það ekki kurteis- legt að drekka baövatnið, en prins- essan sagði, að þetta væri eðlis- einkunn listamannsins. Þegar hann hafði lokið morgunverði, tók hann að syngja aftur, svo yndislega, að þernurnar voru agndofa af undr- un, því að þær höfðu aldrei áður heyrt neitt þessu líkt. September prinsessa var líka mjög hrifin og hamingjusöm. — Nú ætla ég að sýna þig systr- um mínum, sagði hún. Hún rétti út einn fingurinn á hægri hendi, svo að hann var eins og prik, og litli fuglinn kom og settist á hann. Síðan fór hún um höllina og þern- urnar fylgdu henni. Hún heimsótti systur sínar, hverja á eftir ann- arri, byrjaði á Janúar — því að hún kunni alla hirðsiði og virti þá — og endaði á Ágúst. Fuglinn söng sinn sönginn fyrir hverja þeirra. En páfagaukarnir gátu aðeins sagt: „Guð varðveiti konunginn" og „Fagra Polly.“ Síðast fór hún með fuglinn til foreldra sinna, sem urðu bæði undrandi og hrifin. — Fuglinn syngur miklu betur en páfagaukarnir, sagði konung- urinn. — Ég hefði haldið, að þú yrðir þreyttur á að heyra páfagaukana segja alltaf „Guð varðveiti kon- unginn,“ sagði drottningin. Ég get ekki skilið, hvers vegna stúlkurnar vildu endilega láta páfagaukana segja þetta. — Þetta er gullfalleg setning, og ég hirði því ekki um, þótt ég heyri hana oft. En ég þreytist á því að heyra þessa páfagauka segja: „Fagra Polly.“ — En þeir segja það á sjö mis- munandi tungumálum, sögðu dæt- urnar. — Þaö er rétt, sagði konungur- inn, en það minnir mig einmitt alltof mikið á ráðgjafa mína. Þeir segja það sama á sjö mismunandi vegu og meina aldrei neitt með því, hvernig sem þeir segja það. Prinsessurnar urðu mjög móðg- aðar af vitnisburði föður síns, og páfagaukarnir virtust vera í illu skapi, sem von var..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.