Dvöl - 01.04.1944, Page 56
134
D VÖL
hinni stofunni tvö. Hann lagði frá sér fötin og fór aftur upp í. Það var
hábjartur dagur þegar hann vaknaði aftur. í fyrsta skipti hafði hann
sofið glymhyrnuna af sér. Hann spratt upp, smeygði sér í fötin og
hneppti að sér skyrtuna um leið og hann skauzt út úr dyrunum. Móðir
hans horfði andartak á eftir honum og tók siðan aftur til við vinnu
sína. Augu hennar voru íhugul og góðleg. Af og til færðist bros á varir
hennar án þess að blæbrigði sæjust í augunum.
Jói hljóp niður að hesthúsinu. Þegar hann var miðs vegar heyrði hann
hljóðið, sem hann óttaðist mest; hinn dimma og þunga hósta frá hests-
brjósti. Þá tók hann á sprett. í húsinu var Billi Búkk yfir hestinum.
Hann var að nudda fætur hestsins með sterkum og þykkum höndunum.
Hann leit upp og brosti breitt. „Hann hefur bara kvefazt svolítið,“ sagði
Billi. „Við gerum hann góðan á nokkrum dögum.“
Jói leit í andlit hestinum. Augun voru hálflokuð og varirnar þrútnar
og skorpnar. í augnakrókunum var hrúður af hörðnuðu slími. Eyrun
héngu slöpp niður og hann drúpti höfði. Jói rétti út hendina, en Gabílan
hreyfði sig ekki. Hann hóstaði aftur og aftur og líkami hans varð stíf-
ur af áreynslunni. Litlir taumar af þunnum hor lágu úr nösum hans.
Jói leit aftur á Billa Búkk. „Hann er fárveikur, Billi.“
„Það er bara dálítið kvef, eins og ég segi,“ maldaði Billi í móinn. „Farðu
og komdu 1 þig morgunmatnum og farðu svo í skólann. Ég skal hugsa
um hann.“
„En þú þarft kannske að gera eitthvað annað. Þú ferð kannske frá
honum.“
„Nei, það geri ég ekki. Ég fer ekki frá honum. Á morgun er laugar-
dagur. Þá geturðu verið hjá honum allan daginn.“ Billa hafði skjátlazt
aftur, og honum féll það mjög illa. Nú varð hann að geta læknað hest-
inn.
Jói rölti heim í bæ og fékk sér sæti við borðið, daufur í dálkinn.
Fleskið og eggin voru köld og væmin, en hann tók ekki eftir því. Hann
át sinn venjulega skerf. Hann bað ekki heldur um leyfi frá skólanum.
Móðir hans strauk hár hans frá augunum um leið og hún tók diskinn
hans. „Billi annast alveg um hestinn," sagði hún.
Allur dagurinn í skólanum var eins og martröð. Hann gat ekki svarað
einni spurningu eða lesið eitt orð. Hann gat ekki einu sinni sagt neinum
frá því að hesturinn væri veikur, því að það gat gert hann enn veikari.
Og þegar skólinn loks var úti lagði hann af stað heim fullur kvíða. Hann
gekk löturhægt og lét hina strákana verða á undan sér. Hann óskaði,