Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 5
D VÖL 83 verð ég þó að segja þér sögu — hetjusögu, ekki af mér, heldur öðr- um manni, bjargvætti mínum, kappa og karlmenni, sem opnaði fyrir augum mínum fegurð hreyst- innar, en fölva sló á firrur og of- stæki, sem áður höfðu blindað mig. Ég fann, hvernig Andrés klökkn- aði og skildi, að honum var þetta viðkvæmt. Þess vegna þagði ég í hléinu ,sem varð á frásögninni og vildi ekki spilla geðhrifum hans, svo að sagan missti einskis í með- ferðinni. Eftir langa þögn hélt hann þann- ig áfram: „Þá var bindindisáhugi minn hvað mestur. Ég ferðaðist um land- ið á vegum Reglunnar og flutti eldheitar siðferðisprédikanir, stofn- aði stúkur og æskulýðsfélög í þeim anda. í einni þeirri för kom ég á Hamarsfjörð og gisti hjá skóla- bróður okkar beggja, Sigtryggi lækni Traustasyni. — Þú manst eftir honum, gaspraranum og háð- fuglinum, Tryggva Trausta?“ „Mætavel," sagði ég. „Tryggvi var bezti félagi, dásamlegt að vera með honum. Var hann ekki líkur sjálfum sér?“ „Alveg eins og í gamla daga,“ svaraði Andrés. „Ég átti hjá hon- um ágætisnótt og skemmtilegar samræður, þó að hann gerði ó- spart gys að mér og mínum kenn- ingum. Hann dró mig sundur í háði fyrir allt flakkið og vafstrið. Ég tók ekki vel hvefsni hans, þótt ég vissi, að um það var tilgangs- laust að deila. Um fáa hluti eru skoðanir meira skiptar en áfengis- neyzlu, bindindi og bann. Ég sagði með alvöruþunga, að hófsemi væri undirstaða allrar hamingj u, Bakkus erkióvinur og harðstjóri, sem fjötr- aði æskulýðinn í ævilanga þrælk- un.“ „Hvorki meira né minna!“ sagði hann svo ertnislega, að þykknaði í mér. „Nei, engan veginn,“ svaraði ég. „Hann steypir öllum, sem verða honum háðir, í eymd og örbirgð, veldur slysförum, sorgum og dauða. Vínið er orsök vesaldóms og veik- inda, svika og svívirðu. .“ Mér var svo skapfátt, að ég ætl- aði að láta þannig dæluna ganga. En læknirinn stöðvaði mig og mælti stillilega: „Nei, hættu nú, Andri minn! Á ég að segja þér eitt, gamli vinur? Ég þekki bæði bindindismenn' drykkjurúta og drabbara og sé eng- an mun þeirra í efnahagslegu né heilbrigðislegu tilliti. í báðum flokkum eru dugandi menn og ó- nytjungar, örbirgir og efnaðir, kappar og kveifir. Þar hallar ekki á. En mesta karlmenni, sem ég hef kynnzit, er um leið brennivíns- berserkur, allra manna glaðastur og tvígildur raumur!“ „Hver er það með leyfi?“ spurði ég lét sefast. „Bóndinn á Urriðalóni," svaraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.