Dvöl - 01.04.1944, Side 63

Dvöl - 01.04.1944, Side 63
ÖVÖL 141 bærðist hægt. Uglurnar. flugu vælandi um fóðurloftið í leit að músum. Jói lagði hendur undir hnakka og sofnaði. Hann fann gegnum svefninn að vindurinn jókst og gnauðaði á húsinu. Það var bjartur dagur þegar hann vaknaði. Hurðin hafði fokið upp, og hesturinn var farinn. Hann spratt á fætur og þaut út í dagsljósið. Slóðin eftir hestinn var greinileg í ótal krókum yfir hélaðan ný- græðinginn, þreytuleg spor og rákir milli þeirra eftir hófana. Slóðin lá upp í kjarrið í miðri brekkunni. Jói rakti hana og hljóp við fót. Sólin glampaði á hvassar nibbur hvítra kvarzsteina, sem stóðu upp úr jörðinni hér og hvar. Allt í einu leið dökkur skuggi yfir jörðina framan við hann. Hann leit upp og sá flokk svartra gamma hátt í lofti. Þeir hnituðu hringa og lækkuðu flugið. Brátt hurfu þeir yfir brúnina á hæðinni, og þá herti Jói hlaupin, knúinn áfram af hræðslu og bræði. Slóðin lá nú inn í kjarrið og hlykkjaðist í ótal bugðum milli malurtarunnanna. Þegar Jói náði hæðarbrúninni var hann lafmóður. Hann staldraði við og másaði. Blóðið suðaði fyrir eyrum hans. Svo kom hann auga á það, sem hann leitaði að. Niðri í brekkunni, í litlu rjóðri í kjarrinu, lá Rauður litli. Þrátt fyrir fjarlægðina sá Jói fæturna tifa krampa- kennt út í loftið. Og i kringum hann vokuðu gammarnir og biðu eftir dauðastundinni, sem þeir vissu ofurvel að var í nánd. Jói sentist ofan brekkuna. Vot jörðin dró úr skóhljóðinu og kjarrið huldi för hans. Þegar hann kom á staðinn var allt afstaðið.. Fyrsti augnvargurinn sat á höfði hestsins og hvítleitt glerhlaupið draup úr hvössum goggi hans. Jói stökk inn í vargahvirfinguna eins og köttur. Hinir dökku hræbræður tóku til vængjanna, en sá sem sat á höfði hestsins varð of seinn. Um leið og hann hóf sig til flugs náði Jói í vængbroddinn og keyrði hann niður. Fuglinn var nærri því eins stór og Jói. Lausi vængurinn barðist í andlit honum eins og þung kylfa, en hann lét sig ekki. Klærnar læstust í fótlegg hans, og vængbörðin löðrunguðu báða vanga hans. Jói fálmaði í blindni með þeirri hendinni, sem laus var og náði taki um hálsinn á fuglinum. Rauð fuglsaugun störðu á hann, köld, ugglaus og grimm. Hann teygði fram fiðurlausa álkuna og glennti upp ginið og spúði úldnum graut. Jói kraup á hnén °g lagðist ofan á hann. Hann þrýsti annarri hendi að hálsi hans og tók hvassan stein í hina. í fyrsta höggi flatti hann nefið á honum °g dökkleitt blóðið vall út úr kjaftvikunum. Jói sló aftur, en hitti ekki. Hauðu augun ugglausu störðu enn á hann, ópersónuleg og stálköld. Hann sló aftur og aftur, unz hræfuglinn lá steindauður, og höfuð hans

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.