Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 37

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 37
D VÖL 115 sér hælis fyrr á öldum, vegna þess, hve gott var þar til matfanga og fylgsni mörg og góð í Hallmundar- hrauni. Auk fjallagrasa voru á Arnar- vatnsheiði til matar holta- og hvannarætur. Þar var gnægð fiskj- ar, nær því í hverju vatni, og mergð eggja á vorin. Álftimar voru tekn- ar á sumrum er þær voru ófleygar. Búfé manna var um allar heiðar á sumrum, og fyrr á öldum gengu geldneytahjarðir allt árið á Arnar- vatnsheiði. Getur Eggert Ólafsson þess, að nautgripir hafi þá stund- um fallið þar, og sem sérstaka frétt segir hann, að árið 1757 sáust engir nautgripir á Arnarvatnsheiði. Vafa- lítið eru þessi heiðalönd góð fyrir hreindýrahjarðir. Frægastur útilegumanna,sem ver- ið hafa á Arnarvatnsheiði er Grett- ir Ásmundsson hinn sterki frá Bjargi í Miðfirði. Segir svo í Grett- is sögu, eftir að Grímur Þórhalls- son, vinur Grettis, hafði beðið hann að fara norður til Fiskivatna á Arnarvatnsheiði: „Grettir fór upp á Arnarvatnsheiði ok gerði sér þar skála ,sem enn sér merki, °g bjósk þar um, því at hann vildi nú hvatvetna annat en ræna, fékk sér net °g bát og veiddi fiska til mataj- sér. Hon- úm þótti daufligt mjök á fjallinu, því at hann var mjök myrkfælinn." Þorskabítur minnist útilegu Grettis á heiðinni í kvæðinu um Eiríksjökul, er ég gat um áðan: bú sást hvar Grettir seint á vetrarkveldi, er svefns ei naut í fylgsnum óbyggðar, við litla birtu, er lagði af fölum eldi sinn lífsins óð á stokk í rúnum skar, þá oft á milli á eigin kringumstæður með eirðarleysis þrá hann leit sem fyrr, og hljóður starði á hálfkulnaðar glæður, en heiftarvofur glottu fram við dyr. Hvort mundi ei flestum mönnum, jafnvel öllum í moldhríð finnast daufleg vetrarkvöld, í dimmum kofa fram á eyðifjöllum að fela sig á draugatrúaröld. Og hljóta ei aðra hlutdeild byggðarmanna, en hefndir forðast þeirra og vélaráð, aö heyra í anda ýlfur rándýranna, sem eru að leita hungruð sér að bráð, Talið er að Grettir hafi dvalið í þrjú ár, frá 1018 til 1021, á Arnar- vatnsheiði, og þá helzt við Arnar- vatn stóra. Kristleifur á Kroppi segir í ritgerð um Arnarvatnsheiði: „Grettisskáli blasir við af Svartar- hæð norðan megin við austasta hluta Arnarvatns. Þar sér vel til skálatóftar Grettis á litlum hól, og gengur þar tangi fram í vatnið. Norðan við skálatóftina er klettur, sem heitir Grettishöföi Þar hafa menn hugsað sér ,að orrustan hafi staðið milli Þóris í Garði og Grettis. Meiri líkur sýnast þó til þess, að sú orrusta hafi verið á Svartarhæð, sunnan vatnsins, gegnt Grettis- skála. Þar á holti einu eru dysjar á víð og dreif, með stuttu millibili. Varla er að efa, að þer séu vopn- bitnir menn heygðir.“ Hrútfirðingar sendu til höfuðs Gretti, sekan skógarmann, sem Grímur hét. Réðst hann að Gretti eftir alllanga samveru, þegar hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.