Dvöl - 01.07.1946, Side 6

Dvöl - 01.07.1946, Side 6
148 DVÖI á stó'ð, ég átti ekki um neitt að velja, og hér er því ekkert til aö iðrast. Þegar maður er fátækur, þá er maður ofur einfaldlega fátæk- ur. Þá kemst engin iðrun að. — Já, það er að segja, þegar maður á móður, sem þrælar baki brotnu til þess að drengirnir geti fengið hvítu húfuna, er maður þá ekki skyldugur að vinna til þessa stéttareinkennis? Og hvernig er því farið — er um nokkurt val að ræða, þegar alls er gætt, er hér ekki hægt að velja eitthvað ann- að en þetta? Á ég að vera að brjóta heilann um þetta — nei! Uss, það geri ég ekki! Engan bak- þanka, ekki að líta um öxl, aldrei iðrast þess, sem varð að vera, á- fram, aðeins áfram! Enginn hefur beðið mig að hætta í skólanum. Sem sagt enginn til aö vera gram- ur við, enginn til að ásaka. Það var ég sjálfur, sem vildi út, varð að rísa upp og teygja úr mér. Skrokkurinn á mér var allur eins og dofinn útlimur. Ég er til þess fæddur að vinna með höndunum og get ekki orðið stúdent, það er mergurinn málsins. Þó veit Guð, að það hefði verið dásamlegt, ef — ef! Og þetta er í rauninni ekki einber vitleysa! Það er víst líka eitthvað meira — já, það er raunar ósegjan- leg hamingja að fá að bera hvítu húfuna, tákn síns fyrsta verulega sigurs! Mauritz áttaði sig á, hvað var að gerast í kringum hann, þegar nafnakallinu lauk. Það var fariö að tala þarna niðri við ræðustól- inn, tala til allra hinna mörg hundruð félaga hans, sem sátu í hljóðri eftirvæntingu. En þar var ekki verið að tala við Mauritz. Hann sá á klukkunni, að hann varð að flýta sér á brott. Og aftur kenndi hann kuldahrolls, þegar honum varð hugsað til vinnustað- arins, sem beið hans — dimmrar og daunillrar málarastofunnar, þangað sem hann átti að fara til að sækja stiga, málningardollur, planka, er hann átti að draga á handvagninum að nýbyggingu í út- jaðri bæjarins; hann hafði fengið nokkurra tíma leyfi um miðjan daginn til að ljúka áríðandi er- indi — en meistarinn hefði bara átt að vita, hversu áríðandi er- indið var í raun og veru! Þá mundi honum sennilega hafa verið spark- að út um dyrnar — að hlaupast burt á mesta annatímanum fyrir álíka barnaskap og að hlusta á nafnakall við skólasetningu! Maur- itz brosti að — hann hafði snið- gengið þetta spark með því að þykjast ætla að sækja í sparisjóð peninga, sem hann þyrfti að fara með heim; hann hafði vit á að velja átyllu, sem litið var upp til. Hann hafði líka lært að forða sér undan mörgum fleiri spörkum um sumarið, lært margt, sem hann hafði aldrei haft grun um fyrr. Þegar hann gekk niður breiðu, man'nlausu dyraþrepin, varð líka

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.