Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 15

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 15
DVÖL 157 inn svona eftir, þegar pabbi og ída voru að fara eitthvað, og mig langaði ekki til að tala, ekki einu sinni við mömmu. Ég sat bara við borðið hjá vélinni og beið. Mamma át í hvelli og fór svo út í garð til að bæta í eldinn undir þvottapottinum. , Skömmu eftir hádegiö kom ein grannkonan okkar, frú Singer, sem bjó á horninu neðan við okk- ur, gangandi inn í húsgarðinn. Ég sá hana á undan mömmu, því að ég hafði setið á tröppunum mest- allan daginn og beðið eftir að pabbi kæmi heim. Frú Singer labbaði að bekknum, þar sem mamma var að þvo. Hún stóð þegjandi um stund. Svo hall- aöi hún sér allt í einu yfir bal- ann og spurði mömmu, hvort hún vissi hvar pabbi væri. „Hann sefur víst einhvers stað- ar í forsælunni,“ sagði mamma og rétti sig ekki einu sinni upp frá brettinu. „Nema hann sé svo latur, að hann hafi ekki nennt að draga sig í skuggann.“ „Ég er að tala í alvöru, Marta,“ sag'ði frú Singer og færði sig nær mömmu. „Svei mér þá.“ Mamma sneri sér við og leit til mín á tröppunum. „Farðu inn, Vilhjálmur,“ sagði hún hryssingslega. Ég fór inn í forstofuna og stanz- aði móti eldhúsdyrunum. Ég gat heyrt þar alveg eins vel. „Marta mín“, sagði frú Singer, hallaði sér yfir balann og studdi höndunum á barminn. „Ég er eng- in kjaftakind, og ég vil ekki, að þú haldir neitt svoleiðis um mig. En ég hélt, að þú rnundir vilja heyra sannleikann.“ „Hvað áttu við?“ spurði mamma. „Maöurinn þinn er útfrá hjá þessari frú Weatherbee nú sem stendur", sagði hún fljótt. „Og þar með er ekki allt búið. Hann hefur verið þar í allan dag. Þau eru alein.“ „Hvernig veiztu það?“ spurði mamma og rétti sig upp. „Ég gekk þar um og sá hann með mínum eigin augum, Mai’ta“, sagði frú Singer. „Mér fannst þá strax, að það væri skylda mín að segja þér frá þessu.“ Frú Weatherbee var ung sæta, sem bjó ein rétt utan við borgina. Hún hafði ekki verið gift nema tvo mánuði, þegar maðurinn henn- ar yfirgaf hana einn góðan veður- dag og kom aldrei aftur. „Hvað er Morris að gera þarna á þessum stað?“ sagði mamma og brýndi röddina, rétt eins og hún væri að saka frú Singer um eitt- hvað. „Það er ekki mitt að skýra frá því, Marta,“ sagði hún og hörfaði aftur á bak. „En mér fannst það vera skylda mín sem kristinnar manneskju að vara þig við.“ Hún hljóp út úr garðinum og hvarf fyrir húshornið. Mamma beygði sig niður og skvampaði í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.