Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 22

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 22
i64 / DVÖL 0$ Atic keimur j$á eim AtríÍAfnaiunm EFTIR RANNVEIGU ÁGÚ5TSDÓTTUR Hann var á leiðinni yfir að Ós- um í embættiserindum. Það var alltaf einhver að deyja, og eitthvað varð að gera við skran- ið, sem fólkið lét eftir sig. Svo hélt hann þá uppboð. Þau voru mörg, uppboðin, sem hann hélt, og flest voru þau haldin vegna þess, að maður dó, en ekki af hinu, að ein- hver hefði orðiö gjaldþrota — eða tekið hefði verið hjá honum lög- tak. Það var líka skemmtilegra, að halda uppboð eftir dauðan mann, heldur en að taka og selja eignir hinna lifandi. Það var sólskin þennan dag, en sólin var lágt á lofti, því að þetta var í febrúar. Sólargeislarnir féllu skemmtilega skáhalt á frosna poll- ana og hrímgaðar þúfur. Og sko, hvernig frosnir fiskhryggirnir, sem voru breiddir út um öll tún og all- ar hinar sendnu grundir, vörpuðu skuggum, já, jafnvel hrossataðs- kögglarnir fengu hver sinn skugga. En Hyrnan — hún var nú eitthvað annað og meira en þessar pínur á þúfum og grundum. Skugginn hennar náði langt út á dimm- bláan sjóinn . . . Þar hoppuðu litlar öldur, hvítar í kollinn. Út eftir öllum firði dönsuðu þær — hver við aðra. Land og sjór, ljós og skuggar — tilbreytni og fegurð. Það marraði í þurrum snjónum á grundunum, þegar yfirvaldið sté niður, marraði svo skemmtilega með jöfnu millibili. Skínandi vel burstaðir skór, og ekki voru sól- arnir farnir aö trosna. Svolítinn kulda lagði inn úr hinum fallegu og vönduðu skóm, en hinn endi yfirvaldsins átti við að búa nota- lega hlýju, því að á honum var loðhúfa, amerísk loðhúfa. Yfir- höfnin skýldi líka ljómandi vel. Það eina, sem yfirvaldinu fannst óviðkunnanlegt við hana, voru þessir gylltu hnappar og þessar gullnu bryddingar. Þetta var eitt- hvað svo áberandi, þar sem hver og einn þekkti manninn, yfirvald þorpsins og stjórnanda þess. O, jæja, manninum leið nú samt ljómandi vel, og hann gekk rösk- lega. Gangan var hressandi, lyfti manninum upp á svið stoltra hug- sjóna og stórra fyrirætlana. Hví- líkt afl lá hér ekki óleyst! Og hví- lík dýrð og fegurð. Og þetta eig- um við, eigum það ekki bara til að horfa á það, heldur megum nota okkur það, njóta þess. Svo vælum við eða öskrum í eymd og vesaldómi, já, í myrkri, þorum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.