Dvöl - 01.07.1946, Síða 30

Dvöl - 01.07.1946, Síða 30
172 d v ö r. Hann leggur breiða hönd sína á ennið, og situr um stund þungt hugsi. — Það hafa orðiö mikil mistök með þetta mál. Það var ekki rétta bréfið, sem ykkur var sent. Stúlkan lítur stórum, fjörlegum augum á gamla manninn og gríp- ur með ákafa fram í fyrir honum. — Já, þarna sjáið þér, þarna sjáið þér! Og rödd hennar er svo fagnandi, að gamla dómaranum vöknar um augu. Hann verður aftur að taka * Konur og ástir: Þær konur, sem eru englar í kirkjunni, eru djöflar heima. Tunga konunnar er sverð hennar og hún gætir þess vel, að það ryðfalli ekki. Ást og ótti snæða ekki af sama hörpudiski. Um nótt er engin kona ljót. Maöur á hvorki að flíka sjóði sínum eða konu. Kona, sem speglar sig oft, spinnur lítið. Ástmeyjan er drottning, en eiginkonan ambátt. Konur og almanök endast að'eins eitt ár. Maður getur reitt sig á trúnaö hunds síns til síðustu stundar, og trúnað konu sinnar til fyrsta tækifærisins, sem henni býðst. Konan hlær, þegar hún getur, en grætur, þegar hún vill. Konurnar ganga lengra í ást sinni en flestir karlmenn, en karl- mennirnir ganga lengra í vináttu. Margar konur mundu vera mjög aðalðandi, ef þær gætu aðeins gleymt því sjálfar, að þær eru það. Því seinna sem ástin lifnar, þess heitar brennur hún. Ást og fátækt eiga erfitt um sambýli. Ástin er eins og skuggi sjálfs þín; eltir þú hana, þá flýr hún, flýir þú hana, eltir hún þig. upp vasaklútinn. Hann gengur til stúlkunnar og strýkur yfir dökkt hár hennar. Á himnum birtist sannleikurinn á annan hátt. Farðu nú heim, barn mitt, skilaðu kveðju til móð- ur þinnar og segðu henni, að systir þín hafi verið saklaus. — Það var einmitt þetta, sem við héldum, hvíslaði hún og þrýsti litlu höndunum að brjósti sér. Áslaug Thorlacius þýddi.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.